Skýrslur

Stofnun Sæmundar fróða hefur í gegnum árin unnið að margvísilegum skýrslum um fjölbreytt málefni. Hér verða birtar nýlegar skýrslur.

Sjálfbærniskýrsla Háskóla Íslands 2021 er nú aðgengileg en skýrslan er fyrsta sinnar tegundar hjá íslenskum háskólum. Sjálfbærninefnd og rektor fólu Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir verkefnið sumarið 2022 og var hún birt í desember 2022.

Nánari upplýsingar um skýrsluna má finna hér.

Þekking í þágu loftslagsmála er skýrsla frá árinu 2021 sem Stofnun Sæmundar fróða og Loftslagsráð hafa tekið saman um stöðu vísindaráðgjafar í loftslagsmálum.

Markmið skýrslunnar var að gefa yfirsýn og leggja grunn að sókn í átt að þverfræðilegri og öflugri vísindaráðgjöf um loftslagsmál á Íslandi sem skili skýrri stefnu og ákvörðunum í loftslagsmálum byggðri á traustri þekkingu. Greiningin byggir á samtali við fjölbreyttan hóp aðila sem koma að vísindaráðgjöf í loftslagsmálum frá ýmsum sjónarhornum. Með loftslagstengdri vísindaráðgjöf er átt við alla beitingu vísindalegrar þekkingar og mælinga við ákvarðanatöku stjórnvalda hvort sem hún er formleg eða óformleg. 

Niðurstöður skýrslunnar sýna að skerpa þarf á hlutverkum margra aðila. Þeir sem rætt var við hafa almennt mikinn áhuga á að taka þátt í vísindaráðgjöf á þessu sviði og axla meiri ábyrgð. Mikið vantar upp á að skýr farvegur sé til staðar fyrir gagnkvæm samskipti stofnana , þekkingarfyrirtækja og stjórnvalda um rannsóknir og greiningar. Einnig er kallað eftir auknu fjármagni og eflingu mannauðs til að hægt sé að sinna öflugri vísindaráðgjöf í loftslagsmálum. 

Lesa má nánar um skýrsluna á vef Loftslagsráðs.