Stofnun Sæmundar fróða

Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands er rannsókna- og kennslustofnun á sviði sjálfbærrar þróunar og þverfræðilegra viðfangsefna.

Umhverfi, samfélag og efnahagur eru þrjár meginstoðir sjálfbærrar þróunar og rannsóknir á þessu sviði ná því til margra fræðigreina.

Stofnun Sæmundar fróða er ætlað að efla  þverfræðilegar rannsóknir innan Háskóla Íslands og  samstarf við aðra aðila innanlands og utan. Stofnunin stendur einnig fyrir málþingum og fyrirlestrum á sviði umhverfismála og starfsfólk hennar kemur að kennslu á ýmsum sviðum háskólans.

Lesa meira

Image
Gimli