Hvar nam Sæmundur fróði?

Í IX. kapítula Íslendingabókar segir Ari fróði, er hann fjallar um lögsögumannstíma Sighvats Surtssonar 1076 til 1083:

„Á þeim dögum kom Sæmundr Sigfússonr sunnan af Frakklandi hingat til lands ok lét síðan vígjask til prests.“

Hafa menn æ síðan haft fyrir satt að Sæmundur hafi numið í Frakklandi fyrstur norrænna manna og löngum velt fyrir sér hvar í því ljúfa landi það hafi verið, þar sem öllum heimildum ber saman um að Sæmundur hafi verið lærður vel og haft mikil og góð áhrif hér á landi, enda skólar þar þeir fremstu í álfunni á þessum tíma. 

Garðar Gíslason fjallar hér um þá tilgátu að Sæmundur hafi ekki numið í Frakklandi, heldur hafi það verið í hluta Þýskalands sem kallaðist Franconia, eða Franken.

Tilgátan er skoðuð og athugað hvað mælir með henni og hvað á móti. Farið verður yfir helstu skrif um nám Sæmundar og önnur rit sem hafa birst og varpa ljósi á þennan tíma.

Greinin birtist í Líndælu, sem gefin var út í tilefni sjötíu ára afmælis Sigurðar Líndal árið 2001.

Geinin í heild sinni (prentvæn útgáfa):