Header Paragraph

Samráðsfundir um sjálfbæra þróun

Image
Vatnsmýri séð yfir Hallgrímskirkju

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til opinna samráðsfunda um landið um sjálfbæra þróun á Íslandi. Á fundunum verður fjallað um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara en vinna stendur yfir við mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun.

Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður SSf verður ein þeirra sem verður með innlegg á fundunum. 

Alls verða haldnir 8 fundir víðsvegar um landið þar af einn fjarfundur. Fundirnir eru öllum opnir og hvetjum við allt áhugasamt fólk til að skrá sig á vef stjórnarráðsins.