Header Paragraph

Fyrsta staðnámsvika ARCADE námskeiðsins í Tromsö

Image
Bátur við bryggju í Tromsö

Nú fer fyrsta staðnámsvika ARCADE námskeiðsins fram í Tromsø, Noregi þar sem nemendur taka meðal annars þátt í Arctic Frontiers ráðstefnunni. 14 framúrskarandi meistara- og doktorsnemar frá ólíkum fræðasviðum taka þátt í námskeiðinu í ár.

ARCADE er þverfaglegt námskeið sem að byggir á að styðja við nýsköpun og að tengja saman rannsóknir og sérhæfingu ólíkra fræðasviða til þess að bregðast við þeim margvíslegu áskorunum sem steðja að norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga. Nemendur fá leiðtogaþjálfun og þjálfun í miðlun upplýsinga.

Að námskeiðinu koma Rannsóknasetur um norðurslóðir og Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun innan Háskóla Íslands í samstarfi við Ilisimatusarfik,háskólann í Nuuk, UiT Norges arktiske universitet í Tromsø, The Arctic Initiative við Kennedy skólann við Harvard háskóla og Hringborð norðurslóða, Arctic Circle.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um ARCADE.
 

Image
Hópur nemenda og kennara í ARCADE verkefninu að störfum í Tromsö