Header Paragraph

Bragðagarður: Slow Food hátíð

Image
matur

Bragðagarður er tveggja daga Slow Food hátíð með fræðsluerindum, vinnustofum og matarmarkaði Samtaka smáframleiðenda matvæla. BragðaGarður er samstarfsverkefni Slow Food Reykjavík, Grasagarðs Reykjavíkur, Samtaka smáframleiðenda matvæla, Beint frá Býli, Biodice hátíð um Líffræðilega fjölbreytni 2023, Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands og Kaffi Flóru.

Hátíðin er haldin í Garðskála Grasagarðsins og Kaffi Flóran verður opin með Slow Food tengdan mat. Sérstök sýning er á frækartöflum í tilefni að degi kartöflunnar.

Föstudaginn 20. október 11:00 – 17:00
Laugardaginn 21. október 11:00 – 16:00
Verið öll velkomin og ókeypis inn.

Dagskrá föstudaginn 20. október
kl 11:30 Slow Food á fleygiferð og aldrei mikilvægari; Dóra Svavarsdóttir formaður Slow Food Reykjavík.
kl 12:00 Philosophy of food: Biodiversity starts in our stomachs; Ole Martin Sandberg rannsakandi hjá Náttúruminjasafni Íslands. Erindið verður á ensku.
kl 12:30 Skyr er ekki það sama og skyr; Þóra Valsdóttir verkefnastjóri hjá Matís verður með fyrirlestur og smakk á mismunandi tegundum af hefðbundu skyri.
kl 13:00 Íslenska geitin, góð og gleðileg; Birna Baldursdóttir lektor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.
kl 13:30 Mikilvægi skordýra í líffjölbreytninni; Gísli Már Gíslason prófessor emeritus í vatnalíffræði
kl 14:00 Skógarmatur, hvernig geta skógar verið þáttur í fjölbreyttari og hollari fæðu úr héraði; Elisabeth Bernard, mannfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands.
Kl 14:30 Kartöflur frá fræi til fæðu; Dagný Hermannsdóttir súrkálsdrottning talar um kartöflufræðin.
Kl 15:00 Af hverju lífrænt? VOR verndum og ræktum fer yfir mikilvægi lífrænna búskaparhátta.
Kl 15:30 Slow Food travel. Matur sem áfangastaður í ferðaþjónustunni.
Kl 16:00 Smáframleiðendur, tækifæri og möguleikar; Oddný Anna Björnsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla / Beint frá býli.
Kl 16:30 Hæglætis Mathús, hvað er nú það? Gunnar Garðarsson yfirmatreiðslumeistari á Bjargarsteini mathúsi á Grundarfirði.

Í litla Lystihúsinu verða vinnustofur:

Föstudaginn 20. október
Kl 16:00 Handverksbjór, smakk og umræður. Hinrik Carl Ellertsson leiðir fólk í allan sannleikann um bjór.

Laugardaginn 21. október
Kl 12:00 Hvernig á að lyktgreina vín, vinnustofa þar sem fólk lærir að þefa sig áfram og greina mismunandi lyktir; Gunnþórunn Einarsdóttir sérfræðingur hjá Vínbúðinni
Kl 14:00 Íslenskt ostasmakk. Eirný Sigurðardóttir ostadrottning Íslands leiðir fólk í smakki og spjalli um undraheim ostanna.

Í grennd við Garðskála Grasagarðsins verður sýning á Villtum erfðalindum ræktaðra nytjaplantna.

Verið öll velkomin, ókeypis inn og á alla fyrirlestra og vinnustofur.