Header Paragraph

Anilla gestur Sjálfbærnistofnunar

Image
Skýrsla

Sjálfbærnistofnun fær góðan gest þessa önnina, doktorsnemann Anilla Till sem er hér í skiptinámi frá Corvinus University of Budapest.

„Ég er doktorsnemi frá Ungverjalandi. Í rannsóknum mínum einbeiti ég mér að jákvæðri umhverfismiðlun þar sem ég rannsaka hvernig hægt er að hvetja til umhverfisvænni hegðunar fyrir heilsu Jarðar. Ég legg sérstaka áherslu á norðurskautið og er mjög spennt að verja þessari önn hjá Sjálfbærnistofnun HÍ! Hingað til hef ég notið mín vel, hitt nýtt samstarfsfólk á sviði sjálfbærnifræða, farið í umhugsunarverða tíma í félagsvísindum, sem og auðvitað notið fallegrar íslenskrar náttúru!” segir Anilla.

Við erum virkilega spennt að kynnast Anillu betur og vinna með henni að áhugaverðum verkefnum.

Anilla er gestur Sjálfbærnistofnunar á vorönn 2024