Header Paragraph

Aðlögun að loftslagsbreytingum: Hvað vitum við og hvað þurfum við að gera?

Image

Stjórn samráðsvettvangs um þekkingarsköpun vegna áhrifa loftslagsbreytinga býður til samtals fimmtudaginn 16. mars, kl. 9.00-12.00 á Icelandair Hotel Natura.

Mikilvægt er að skrá þátttöku

Um er að ræða þverfaglega málstofu sem hefur það að markmiði að öðlast yfirsýn yfir stöðu þekkingar á sviði loftslagsbreytinga og aðlögunar en ekki síður að styrkja tengslanet á milli aðila sem starfa á þessu sviði. Á þessum fyrsta viðburði verður samráðsvettvangurinn kynntur og viðfangsefnið kynnt frá ýmsum sjónarhornum, enda áskorunin af því tagi að samráð og samvinna við rannsóknir og miðlun skiptir höfuðmáli.

Stjórnin hefur það að leiðarljósi að sú þekking sem er til staðar á viðfangsefninu í afmörkuðum geirum skili sér innan geira, á milli geira og út í samfélagið.

Ekki láta þennan viðburð fram hjá þér fara. Nánari upplýsingar má finna á Facebookviðburði fundarins.