Umhverfi, öryggi og heilsa

Heilsa og öryggi manna og dýra eru nátengd því umhverfi sem þau búa við.

Hvers kyns mengun umhverfis getur skaðað heilsu, náttúrulegar starfsaðstæður geta verið hættulegar, og náttúran sjálf getur verið ógnandi. Íslendingar búa við óblíða náttúru, bæði í veðurfari og vegna náttúruhamfara sem eru tíðar eins og við er að búast í svo ungu landi.

Stofnun Sæmundar fróða hefur stundað margvíslegar rannsóknir á áhrifum umhverfis á heilsu og öryggi.