Header Paragraph

Málþing um víðerni

Image
""

Hvað eru víðerni? Af hverju skipta þau máli? Hversu mikilvæg eru íslensk víðerni í alþjóðlegu samhengi? Hvert er viðhorf ferðamanna og ferðaþjónustuaðila til víðerna? Þessum spurningum og mörgum fleirum verður svarað á heils dags málþingi um víðerni sem haldið verður í Norræna húsinu föstudaginn 25. mars. n.k. Málþinginu er ætlað að vera umræðugrundvöllur um víðerni út frá ólíkum sjónarmiðum. Fyrir liggur að kortleggja þurfi víðerni Íslands í ljósi breytinga á náttúruverndarlögum. Í framhaldi þarf að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til að vernda sérstaklega tiltekin svæði á Íslandi sem óbyggð víðerni. Í því samhengi má t.d. nefna ítarlega endurskoðun á stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs og hvaða gildi óbyggð víðerni eigi að hafa í rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

Málþingið er skipulagt af Stofnun Sæmundar Fróða um sjálfbæra þróun í samvinnu við Vatnajökulsþjóðgarð. Málþingið verður haldið í Norræna húsinu 25. mars frá kl. 10-16 en verður einnig í beinu streymi. Öll velkomin meðan húsrúm leyfir.