Header Paragraph

HÍ í hópi þeirra 400 háskóla sem hafa mest samfélagsáhrif

Image

Háskóli Íslands er í hópi þeirra 400 háskóla sem hafa mest samfélagsleg og efnhagsleg áhrif út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna samkvæmt lista tímaritsins Times Higher Education sem birtur var í morgun.

Sjálfbærniskýrsla HÍ spilar án efa lykilhlutverk í þessum góða árangri en í henni voru tekin saman fjölbreytt verkefni innan HÍ sem tengjast heimsmarkmiðunum. Til að mynda verkefni sem tengjast kennslu og námi, rannsóknum, framtaki stúdenta osfvr en skýrslan var unnin af Sjálfbærnistofnun HÍ, af beiðni Sjálfbærninefndar HÍ.

Nánar má sjá um árangurinn á vef HÍ.