Header Paragraph

Heimsókn frá pólsku háskólafólki

Image
""

Engl. below

Í lok september fékk Stofnun Sæmundar fróða til sín góða gesti frá Póllandi. Hópurinn samanstóð af þverfræðilegu teymi vísindafólks úr félagsvísindum, alþjóðasamskiptum, stjórnmálafræði og hagfræði við háskólana í Opole, Varsjá og Wroclaw, ásamt starfsfólki frjálsu félagasamtakanna HumanDoc. Hópurinn vinnur saman að þróun þverfræðilegs námskeiðs um sjálfbæra þróun fyrir nemendur háskólanna þriggja og útgáfu kennsluefnis.  

Stofnun Sæmundar fróða veitti gestunum kynningu á starfsemi stofnunarinnar og undirbjó fyrirlestraröð um sjálfbæra þróun frá mismunandi sjónarhornun. Fyrirlestrarnir fjölluðu um sjálfbæra auðlindanýtingu, hagnýt ráð fyrir verkefnaáætlanir þróunarstarfs, framtíðarsýn og mátt frásagna og tilfinningalegra áhrifa á mannöld. Einnig var fjallað um þverfræðileg verkefni lista og vísinda í þágu sjálfbærrar þróunar.

Fyrirlesarar voru Hafdís Hanna Ægisdóttir, Joseph Conor Byrnes, Ole Martin Sandberg, Jan Fritz og Myrra Leifsdóttir.

 

On 25 September, the Institute of Sustainability Studies was honored to host a team of Polish academics visiting Iceland to gather information and inspiration in preparation for the launch of interdisciplinary sustainable development courses for three leading Polish universities. The team consisted of academics and professors from social sciences, political science, economics and international relations, representing the universities of Opole, Warsaw and Wroclaw in collaboration with HumanDoc, a Polish NGO.

 

The Institute gave a series of lectures on different approaches to sustainable development such as sustainable resource management, program development, the power of narrative and affect in the Anthropocene, and interdisciplinary art and science collaboration for sustainability. The lectures were held by Hafdís Hanna Ægisdóttir, Joseph Conor Byrnes, Ole Martin Sandberg, Jan Fritz and Myrra Leifsdóttir.