Header Paragraph

Er ævintýraferðamennska á Íslandi í hættu vegna áhrifa loftslagsbreytinga?

Image
Fólk í fjallgöngu

Komdu á morgunverðarfund Loftslagsleiðtogans og Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun 9. nóv n.k. kl. 9-10:30 (kaffiveitingar frá kl. 8:30) þar sem við munum ræða ævintýra- og náttúrutengda ferðamennsku í ljósi loftslagsvár.

Fundurinn er öllum opinn en fólk er beðið um að skrá sig svo að hægt sé að áætla kaffiveitingar.

Smelltu hér fyrir skráningu á fundinn.

Hér á Íslandi og erlendis sjáum við nú þegar töluverðar breytingar á náttúru og veðurfari vegna loftslagsbreytinga – og þær breytingar munu aukast á næstu árum og áratugum. Ofsaveður og skriðuföll hafa aukist og miklar breytingar hafa orðið á jöklum.
Hvernig ætlar ferðaþjónustan að aðlagast þessum breytingum? Þarf að huga að breyttum áherslum í áhættumati, viðbragsáætlunum, menntun leiðsögufólks og þeirra sem reka ferðaþjónustufyrirtæki? Hvað eru fyrirtæki og ferðaþjónustuaðilar að gera til að sporna við og aðlagast loftslagsbreytingum?

ÖRERINDI:
1. Vilborg Arna Gissurardóttir, ráðgjafi, fyrirlesari og ævintýrakona - opnunarerindi
2. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands
3. Helga María Heiðarsdóttir, formaður Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi (AIMG)
4. Einar Torfi Finnsson, leiðsögumaður, IPGA Polar Expedition Guide
5. Bjarney Harðardóttir, meðeigandi og stjórnandi 66°N

UMRÆÐUR:
Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands
Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Arctic Adventures
Hrafnhildur Hannesdóttir jöklafræðingur, Jöklarannsóknarfélagið,
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Þorbjörg Anna Gísladóttir, nemi í heilbrigðisverkfræði við HR og þátttakandi í Loftslagsleiðtoganum

Einnig verða sýnd stutt myndbönd sem gerð voru í samstarfi við 66°N

Fundarstjóri er Salome Hallfreðsdóttir, umhverfisfræðingur og pallborðsstjóri er Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við HÍ

Hvað er loftslagsleiðtoginn?

Loftslagsleiðtoginn er hreyfiafl sem hefur það að markmiði að fræða og valdefla einstaklinga í tengslum við umhverfis- og loftslagsmál. Stærsta verkefni Loftslagsleiðtogans er útivistar- og fræðslunámskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 18-25 ára sem felst í fræðslu, leiðangri og leiðtogaþjálfun - sjá: www.loftslagsleidtoginn.is og www.instagram.com/loftslagsleidtoginn

Loftslagsleiðtoginn hlaut styrk frá Loftslagssjóði 2021.