Sjávarútvegsstofnun

Sjávarútvegsstofnun Háskóla Íslands var stofnuð 8. júní 1989 með reglugerð settri af Menntamálaráðuneyti. Hún starfaði til ársins 2005, en þá rann hún inn í hina nýju Stofnun Sæmundar fróða, um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir við Háskóla Íslands. 

Text

Hlutverk hennar var fyrst og fremst að greiða fyrir og efla rannsóknir í sjávarútvegsfræðum við Háskóla Íslands, samhæfa slíkar rannsóknir og stuðla að sem víðtækustu samstarfi innlendra og erlendra rannsóknaraðila um sjávarútvegsrannsóknir og styðja kennslu og þjálfun í sjávarútvegsfræðum.

Stofnunin vann að þróun og undirbúningi meistaranáms í sjávarútvegsfræðum og fór með umsjón þess.  Það var þverfaglegt, rannsóknartengt 60 eininga nám, ætlað þeim sem þegar höfðu lokið fyrstu háskólagráðu eða höfðu sambærilega menntun.

Fyrstu nemendur hófu meistaranám í sjávarútvegsfræðum 1994.

Image
Image
Fiskar

Samkvæmt reglugerðinni frá 1989 voru markmið Sjávarútvegsstofnunar eftirfarandi:

  • Efla og samhæfa rannsóknir í sjávarútvegsfræðum við Háskóla Íslands
  • Stuðla að samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknaraðila á sviði sjávarútvegsfræða
  • Gefa út og kynna niðurstöður rannsókna í sjávarútvegsfræðum
  • Veita upplýsingar og ráðgjöf í sjávarútvegsmálum
  • Skipuleggja og hafa umsjón með þverfaglegu námi í sjávarútvegsfræðum við Háskóla Íslands
  • Treysta samvinnu milli deilda í þágu þverfaglegs náms í sjávarútvegsfræðum og efla skilning á þeim hagsmunum sem náminu tengjast
  • Gangast fyrir námskeiðum og fyrirlestrum í sjávarútvegsfræðum. 

Sjávarútvegsstofnun var stofnuð 1989.

Hlutverk hennar væri fyrst og fremst að greiða fyrir og efla rannsóknir í sjávarútvegsfræðum við Háskóla Íslands, samhæfa slíkar rannsóknir og stuðla að sem víðtækustu samstarfi innlendra og erlendra rannsóknaraðila um sjávarútvegsrannsóknir og styðja kennslu og þjálfun í sjávarútvegsfræðum.

Stofnunin vann að þróun og undirbúningi meistaranáms í sjávarútvegsfræðum og fór með umsjón þess.  Það var þverfaglegt, rannsóknartengt 60 eininga nám, ætlað þeim sem þegar höfðu lokið fyrstu háskólagráðu eða höfðu sambærilega menntun.

Fyrstu nemendur hófu meistaranám í sjávarútvegsfræðum 1994.

Rekstur stofnunarinnar sjálfrar var fjármagnaður annars vegar af fjárveitingum til H.Í. og hins vegar af ýmsum sértekjum frá fyrirtækjum, stofnunum og innlendum og erlendum rannsóknasjóðum.