Viðbrögð við náttúruvá

Hinar afdrifaríku náttúruhamfarir sem riðið hafa yfir heiminn á undanförnum árum hafa beint sjónum manna að mikilvægi viðbragða almannavarna við slíkum atburðum og þess að boðleiðir og ábyrgðir séu skýrar.  Það á ekki aðeins við um fyrstu viðbrögð heldur ekki síður til lengri tíma litið.   

Skipta má viðbrögðum í kjölfar áfalla í þrjá meginkafla: björgun mannslífa, neyðaraðstoð og uppbyggingu. Hingað til hafa almannavarnir hér á landi lagt megináherslu á fyrsta kaflann, björgun mannslífa, og á að gera viðbragðsaðilum og ábyrgðarmönnum kleift að vinna hratt og örugglega.

Þetta verkefni miðar að því að skilgreina hvernig best verður staðið að síðari tveimur köflunum, þ.e. neyðaraðstoð og uppbyggingu. Reynsla eftir fyrri áföll hér á landi sýnir að mikið skortir á að þessum þáttum sé sinnt með skipulögðum og skilvirkum hætti. Greina þarf hvað skiptir máli varðandi almannavarnir og aðstoð til fólks þegar frá líður atburðinum. Hvaða aðstoð þarf að veita, hversu vítt þarf hún að ná og hversu lengi á að veita hana? Hvernig á að skipulegga þessa aðstoð, hverjir taka ákvarðanir, hvernig á að framkvæma þær og fylgja þeim eftir, og hverjir eiga að bera kostnaðinn?
 
Þessum spurningum verður aðeins svarað með rannsóknum. Hér lagði Háskóli Íslands til sérþekkingu ásamt sumum helstu sérfræðinga landsins í almannavörnum og stjórn áfallahjálpar. Verkefnið var unnið í samvinnu við almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Rauða krossinn, Viðlagatryggingu og fulltrúa annarra stofnana og samtaka sem gegna lykilhlutverki við hina ýmsu þætti almannavarna. Ísafjarðarbær tók fullan þátt í verkefninu frá upphafi sem tilraunasveitarfélag.

Í kjölfar rannsókna og greiningar voru settar fram viðbragðsáætlanir og leiðbeiningar, bæði almennar fyrir öll sveitarfélög og sértækar fyrir ákveðin sveitarfélög. Svo vildi til, að um það leyti sem verkefninu var að ljúka, vorið 2008, reið Suðurlandsskjálftinn yfir. Almannavarnarráð fékk þegar leiðbeiningar LVN til afnota.  Í kjölfarið voru unnar sértækar leiðbeiningar fyrir sveitarfélögin Hveragerði, Árborg og Ölfus.

LVN fléttast inn í önnur verkefni á vegum SSf, meðal annars verkefnið CoastAdapt.

Samstarfsaðilar: Háskóli Íslands, Rainrace, Almannavernarnefnd Ísafjarðarbæjar, Rauði kross Íslands, Viðlagatrygging Íslands, Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, og fleiri.

Fjármögnun:  Rannsóknasjóður Rannís. Bjargráðasjóður, Félagsmálaráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið

Verkhópur:  Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, Geir Oddsson, Guðrún Pétursdóttir, Herdís Sigurjónsdóttir, Sólveig Þorvaldsdóttir
Verkefnisstjóri  faglegra þátta: Sólveig Þorvaldsdóttir
Verkefnisstjóri: Guðrún Pétursdóttir

Kynningar:
Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum- Long term relief and recovery planning
Sólveig Þorvaldsdóttir, Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, Herdís Sigurjónsdóttir, Geir Oddsson og Guðrún Pétursdóttir
1-185; Stofnun Sæmundar fróða, Reykjavík 2008 (endurútg. 2009 og 2011).
ISBN978-9979-9881-0-6

Náttúra og umhverfi - vá og viðbrögð
Guðrún Pétursdóttir
Umhverfisþing Reykjavík 18-19.nóv 2005

Langtímaviðbrögð við náttúruvá
Guðrún Pétursdóttir
Málþing um rannsóknir á fræðasviðum hjúkrunarfræðideildar
desember 2006

Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum
Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Herdís Sigurjónsdóttir, Sólveig Þorvaldsdóttir
Fundur með forsætis- og fagráðuneytum Íslands
24. janúar 2008

Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum
Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Herdís Sigurjónsdóttir, Sólveig Þorvaldsdóttir
Fundur með viðbragðsaðilum vegna jarðskjálfta á Suðurlandi, 2.júní 2008  

Longterm relief and recovery after natural hazards
Guðrún Pétursdóttir - invited talk
Statens Naturskadefond
Grand Hotel Reykjavík 4.sept.2008

Langtíma viðbrögð við náttúruhamförum
Guðrún Pétursdóttir, Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, Herdís Sigurjónsdóttir og Sólveig Þorvaldsdóttir.                                 Opinn kynningarfundur í Hátiðarsal Háskóla Íslands, 4. september 2008

Guðrún Pétursdóttir, Sólveig Þorvaldsdóttir, Ásthildur Elfa Bernharðsdóttir og Herdís Sigurjónsdóttir
Long-term recovery after natural disasters;
SAFE Community Conference, Reykjavík 19-20 May 2010

Guðrún Pétursdóttir
Long term recovery after natural  hazards
Coast Adapt ráðstefna Vík í Mýrdal 33.ágúst - 2. Sept. 2010

Guðrún Pétursdóttir
Long term recovery after natural hazards
Swedish natural disaster team
Jordbruksverket Sverige
Hótel Óðinsvé Reykjavík - Sept 7 2010

Guðrún Pétursdóttir, Sólveig Þorvaldsdóttir, Herdís Sigurjónsdóttir, Ásthildur Elva Bernharðsdóttir
Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum
Björgun 2010
Ráðstefna um almannavarnir í sveitarfélögum
Grand Hótel Reykjavík 21. október 2010

Guðrún Pétursdóttir, Endurreisn samfélaga eftir áfall.Málþing um Afleiðingar náttúruhamfara á Íslandi, Háskóla Íslands, 29.sept 2011

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is