Vetnissamfélagið Íslandi

Vetnissamfélagið Ísland, heildaráhrif þess að nýta vetni í samgöngum
 
Verkefnið miðar að því að nota svipmyndir (scenarios) og kvik hag-, félags- og umhverfislíkön til að spá fyrir um heildar áhrif þess á íslenskt samfélag að taka upp nýtt  innlent eldsneyti í samgöngum.

Áhersla í þessu verkefni er á vetni sem orkubera, en aðrar rannsóknir sem gerðar eru samhliða kanna áhrif annars eldsneytis t.d. metans sem unnið er úr úrgangi. Orkukerfi á Íslandi nýta varanlega (endurnýjanlega) orku, að frátöldum samgöngum.

Ef notkun jarðefnaeldsneytis yrði hætt og innlent eldsneyti nýtt í þess stað í samgöngum, yrði Ísland að mestu óháð jarðefnaeldsneyti. Líklegt er að umtalsverð umhverfis-, félagsleg og hagræn áhrif yrðu af slíkri umbreytingu og er meginmarkmið þessa verkefnis að rannsaka þau.

Í upphafi rannsóknarinnar verður orkuþróun á Íslandi skoðuð, helstu áhrifavaldar greindir og afleiðingar hennar metnar. Einnig verða greindar líklegar svipmyndir tækniframfara í framleiðslu og notkun á vetni í samgöngum og þær notaðar til að skilgreina svipmyndir vetnisvæðingar á Íslandi.

Samstarfsaðilar: Háskóli Íslands, Íslensk Nýorka
Fjármögnun: Háskóli Íslands, Orkuveita Reykjavíkur, leitað er frekari fjármögnunar.

Verkhópur:
Gylfi Zoega, Prófessor, Hagfræðideild HÍ
Þorsteinn Ingi Sigfússon, Prófessor, Eðlisfræðideild HÍ
María Maack, Íslenskri Nýorku

Verkefnisstjóri:
Brynhildur Davíðsdóttir, forstöðumaður námsbrautar í Umhverfis- og auðlindafræðum HÍ. bdavids@hi.is
 

Kynningar

Niðurstöður verkefnisins verða kynntar fagaðilum, stjórnendum og almenningi hérlendis og fagaðilum alþjóðlega.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is