Umhverfisbreytingar og verndun

 

 

 

Miklar breytingar eiga sér stað á loftslagi og náttúrufari, með víðtækum afleiðingum fyrir búsvæði og samfélög. Stofnun Sæmundar fróða hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum á sviði umhverfisbreytinga, og einnig nýtingar og verndar umhverfisins. Þeirra á meðal eru:

 

Loftslagsbreytingar og gróðurfar á Íslandi

SÓLEY - Langtímaáhrif loftslagsbreytinga á plöntur og gróður á Íslandi

Meðal vísindamanna er vart um það deilt lengur að jörðin er að hlýna, aðallega vegna athafna mannsins. Loftslagsbreytingar verða líklega mestar á háum breiddargráðum og því er spáð aðframundir miðja 21. öld muni hlýna um ≥0,2°C á áratug á Íslandi.

Fenólógískar breytingar (þ.e. átímasetningu þroskunarfræðilegra atburða), ekki síst í blómgun plantna, eru taldar einn næmasti líffræðilegi mælikvarðinn á hnattræna hlýnun. Breytingar á blómgunartíma geta haft áhrif á dreifingu auðlinda innan plöntunnar, framlag til vaxtartengdra þátta, samkeppni um frjóbera, skörun á dreifingartíma vinddreifðra frjókorna, afrán á blómum, aldinum og fræjum og breytta nýliðun í kjölfar áhrifa á fræframleiðslu og lífvænleika fræja.

Markmið verkefnisins var að greina og skilja áhrif loftslagsbreytinga á plöntur og gróður á Íslandi. Fyrri hluti verkefnisins, sem sneri að áhrifum á blómgunartíma plantna, hófst sumarið 2009.

Fylgst var með blómgun níu tegunda ávöldum svæðum sem endurspegla breytileika í veðurfari og lengd vaxtartíma. Níu algengar tegundir höfðu verið valdar en á hverju svæði var fylgst með ca. 3 - 9 tegundum. Blómgun var skráð eftir samræmdri aðferðafræði á 3.-4. daga fresti þar til aldinmyndun hófst.

Verkefnið lagði til mikilvægar upplýsingar í gagnagrunn um lífríki Íslands, sem gefur möguleika á samanburði við hliðstæðar erlendar rannsóknir. Verkefnið skilaði þekkingu á náttúrufari og þróun þess heim í hérað og varð áhugaverður efniviður í fræðslu t.d. í þjóðgörðum,  grunn- og framhaldsskólum og fyrir ýmis rannsóknaverkefni á háskólastigi.

Samstarf: Háskóli Íslands og Landgræðsla ríkisins

Fjármögnun: Umhverfis - og orkusjóður OR styrkti verkefnið

Verkhópur:
Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor í grasafræði
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, SSf
Kristín Svavarsdóttir, Landgræðslu ríkisins

Verkefnisstjóri:

Þóra Ellen Þórhalssdóttir, prófessor

 

Ágengar tegundir í landgræðslu

Ágengar aðfluttar tegundir hafa verið taldar meðal stærstu áhrifaþátta hnattrænna umhverfisbreytinga. Fjölmörg dæmi eru til um neikvæð áhrif ágengra tegunda á vistkerfi og efnahag landa.   Ágengar tegundir eru taldar einn stærsti áhrifavaldurinn í útrýmingu tegunda, ekki síst í ferskvatnsvistkerfum og á eyjum, auk þess sem þær geta leitt til einsleitari vistkerfa.

Aukin þekking á ágengum tegundum og hvernig hægt er að bregðast við þeim er þess vegna afar mikilvæg svo draga megi úr neikvæðum áhrifum þeirra. Fáar rannsóknir eru til um slíkt á Íslandi, og nær eingöngu vistfræðilegar, og stefnan hefur enn ekki veriðmótuð í þessum mikilvæga málaflokki.

Samstarfs:  SSf og Landgræðslu ríkisins, einnig samstarf við UST og SEEDS

Verkhópur:
Guðmundur Ingi Guðbrandsson (SSf),
Kristín Svavarsdóttir (Lr)
auk annarra áLr og innan HÍ

Fjármögnun:  Hefur hlotið forverkefnisstyrk Ranníss
 

Verkefnisstjóri:

Guðmundur Ingi Guðbrandsson

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is