Umhverfi, öryggi og heilsa

 

 

 

Íslendingar búa við óblíða náttúru, bæði í veðurfari og vegna náttúruhamfara sem eru tíðar eins og við er að búast í svo ungu landi. Fiskveiðar hafa verið undirstaða efnahagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar og menn hafa sótt sjóinn hart við erfiðar aðstæður. Það hefur kostað mörg mannslíf og önnur slys hafa verið tíð. Rannsóknir sýna að fiskveiðar eru ein hættulegasta starfsgrein sem til er. Í samræmi við þetta hefur Stofnun Sæmundar fróða einkum rannsakað áhrif umhverfis á heilsu á þessum sviðum, en athygli hefur einnig verið beint að áhrifum náttúruhamfara á heilsu og líðan, og samspili umhverfismengunar og heilsu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is