Um stofnunina

Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands er rannsókna- og kennslustofnun á sviði sjálfbærrar þróunar og þverfræðilegra viðfangsefna.

Umhverfi, samfélag og efnahagur eru þrjár meginstoðir sjálfbærrar þróunar og rannsóknir á þessu sviði ná því til margra fræðigreina.

Stofnun Sæmundar fróða er ætlað að efla  þverfræðilegar rannsóknir innan Háskóla Íslands og  samstarf við aðra aðila innanlands og utan. Stofnunin stendur einnig fyrir málþingum og fyrirlestrum á sviði umhverfismála og starfsfólk hennar kemur að kennslu á ýmsum sviðum háskólans.

Stofnun Sæmundar fróða heyrir undir öll svið Háskóla Íslands sameiginlega, og tilnefna forsetar allra sviða mann í stjórn stofnunarinnar. Stofnunin er vistuð hjá verkfræði- og náttúruvísindasviði.

Stofnun Sæmundar fróða er staðsett á 3. hæð í Gimli, Háskóla Íslands.

Netfang: ssf(hjá)hi.is

Heimilisfang:  Háskóli Íslands, Gimli, Sæmundargata 10, 101 Reykjavík

Sími: 525 4000

Forstöðumaður: Dr. Guðrún Pétursdóttir

Netfang: gudrun(hjá)hi.is
Skrifstofa Háskóli Íslands, Gimli, Sæmundargötu 10, herbergi 321
Sími: 525-4724

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is