Þróun orkuvísa

Orkunotkun er mikilvægur þáttur í efnahagslegri og þjóðfélgslegri þróun, en hefur einnig oft neikvæð áhrif á umhverfið, svo sem vegna útblásturs gróðurhúsaloftegunda. Orkunotkun er því mikilvægur þáttur í öllum víddum sjálfbærrar þróunar og sjálfbær orkuþróun (SOÞ) er nauðsynleg forsenda sjálfbærrar þróunar á heimsvísu.

Sjálfbær orkuþróun er skilgreind sem “nægjanlegt framboð orku, á öruggan og umhverfisvænan hátt, sem uppfyllir þarfir hag- og félagslegrar þróunar til frambúðar”. Þetta felur í sér að orkukerfi þurfa að vera byggð á endurnýjanlegri orku, að orkuöryggi sé tryggt, að orkan sé ódýr, aðgengileg og umhverfisvæn.

Til þess að hægt sé að vinna að sjálfbærri orkuþróun, þurfa að vera til vísar sem sýna í hvaða átt þróunin stefnir.  Vísarnir þurfa að vera mælistika á  þróun í öllum víddum SOÞ samtímis,  þannig að hagvöxtur sé tryggður um leið og umhverfið er verndað, svo dæmi sé tekið.  

Í þessu verkefni verður haldið áfram þróun margvíðrar vísitölu sem mælir SOÞ samtímis í öllum víddum sjálfbærrar þróunar. Markmiðið er að vísitalan verði mælistika á þróun orkukerfa jafnt í einstökum löndum og í héruðum, og gefi til kynna hvort kerfin eru að færast í átt til SÞ eða ekki. Vísitalan verður reiknuð fyrir 6 lönd, og verður Ísland notað sem dæmi og til að staðfesta hvort vísitalan uppfyllir markmið sín.

      
Samstarfsaðilar: Háskóli Íslands, Boston University

Fjármögnun:
Háskóli Íslands, Orkuveita Reykjavíkur, Boston University

Verkhópur:
Cutler Cleveland, Professor, Boston University, Boston, Massachusetts, USA.
Dan Basoli, Abt Associates, Cambridge, Massachusetts, USA.
Richard Bilocca, Meistaranemi í Umhverfis- og auðlindafræðum HÍ.


Verkefnisstjóri:

Brynhildur Davíðsdóttir, forstöðumaður námsbrautar í Umhverfis- og auðlindafræðum HÍ. bdavids@hi.is

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is