Stofnunin

Markmið Sjávarútvegsstofnunar

Sjávarútvegsstofnun Háskóla Íslands var stofnuð 8. júní 1989 með reglugerð settri af Menntamálaráðuneyti. Hún starfaði til ársins 2005, en þá rann hún inn í hina nýju Stofnun Sæmundar fróða, um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir við Háskóla Íslands.

Samkvæmt reglugerðinni frá 1989 voru markmið Sjávarútvegsstofnunar eftirfarandi:

  • að efla og samhæfa rannsóknir í sjávarútvegsfræðum við Háskóla Íslands,
  • að stuðla að samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknaraðila á sviði sjávarútvegsfræða,  
  • að gefa út og kynna niðurstöður rannsókna í sjávarútvegsfræðum, 
  • að veita upplýsingar og ráðgjöf í sjávarútvegsmálum, 
  • að skipuleggja og hafa umsjón með þverfaglegu námi í sjávarútvegsfræðum við Háskóla Íslands
  • að treysta samvinnu milli deilda í þágu þverfaglegs náms í sjávarútvegsfræðum og efla skilning á þeim hagsmunum sem náminu tengjast, 
  • að gangast fyrir námskeiðum og fyrirlestrum í sjávarútvegsfræðum.

Stjórn stofnunarinnar 2004-5 skipuðu:

Páll Jensson, prófessor, tilnefndur af verkfræðideild
Verkfræðideild Háskóla Íslands
Hjarðarhaga 2-6
107 Reykjavík
s. 525 4635
pall@verk.hi.is

Jón Atli Benediktsson, prófessor, skipaður án tilnefningar
Verkfræðideild Háskóla Íslands
Hjarðarhaga 2-6
107 Reykjavík
s. 525 4670
benedikt@verk.hi.is

Logi Jónsson, cand.real, tilnefndur af raunvísindadeild
Lífeðlisfræðistofnun H.Í.
Læknagarði v/Hringbraut
101 Reykjavik
s. 525 4833
logi@hi.is

Þorvaldur Gylfason, prófessor, tilnefndur af viðskipta- og hagfræðideild
Háskóla Íslands
Suðurgötu
101 Reykjavík
s. 525 4533
gylfason@hag.hi.is

Þórólfur Þórlindsson, prófessor, tilnefndur af félagsvísindadeild
Háskóla Ísalnds
Suðurgötu
101 Reykjavík
s. 525 4519
thorotho@hi.is

Forstöðumaður:
Dr. Guðrún Pétursdóttir
Sjávarútvegsstofnun H.Í.
Tæknigarði
Dunhaga 5
107 Reykjavík
s. 525 4724
gudrunpe@hi.is

Skrifstofustjóri:
Helga Petersen
Sjávarútvegsstofnun H.Í.
Tæknigarði
Dunhaga 5
107 Reykjavík
s. 525 4056
helgapet@hi.is
 

Starfsemi

Sjávarútvegsstofnun var stofnuð 1989.  Starfsemin óx ár frá ári og tók stofnunin þátt í fjölda verkefna sem lúta að rannsóknum, þróun og markaðsmálum í sjávarútvegi.

Í reglugerð voru stofnuninni falin yfirgripsmikil verkefni. Frá upphafi hefur þeirri stefnu verið fylgt, að stofnunin væri öðru fremur þjónustustofnun. Hlutverk hennar væri fyrst og fremst að greiða fyrir og efla rannsóknir í sjávarútvegsfræðum við Háskóla Íslands, samhæfa slíkar rannsóknir og stuðla að sem víðtækustu samstarfi innlendra og erlendra rannsóknaraðila um sjávarútvegsrannsóknir.

Hins vegar var ætlunin ekki að stofnunin sjálf yrði viðamikil. Frá upphafi hafa því fastráðnir starfsmenn stofnunarinnar aðeins verið tveir, en að auki vann að jafnaði fjöldi manna að verkefnum á vegum stofnunarinnar.

Undir liðnum Verkefni er gerð grein fyrir helstu verkefnum sem stofnunin hefur tengst. Þar eru meðal annarra umfangsmikil samstarfsverkefni eins og Botndýrarannsóknir á Íslandsmiðum (BIOICE); Slysavarnir á sjó; Sjö-eyja verkefnið (NAIP); Markaðsþróun og úrvinnsla fisks í sjávarbyggðum; Lokuð endurnýtingarkerfi í fiskeldi, Auðlindir og umhverfi og Evrópuverkefnið High Seas Fisheries.

Til sérstakra innlendra verkefna má telja aðild Sjávarútvegsstofnunar að stofnun Rannsóknaseturs H.Í. í Vestmannaeyjum, sem opnað var 1994, og samskonar hlutdeild í Rannsóknarsetrinu í Sandgerði, þar sem höfuðstöðvar BIOICE eru einnig til húsa.

Áhersla hefur einnig verið lögð á samstarf við innlend iðnaðarfyrirtæki, einkum með öflun markaða í huga. Þar ber hæst Gjafavörur á Japansmarkað og Öryggisnet, hvort tveggja verkefni studd af Útflutningsráði.

Í  samvinnu við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Hafrannsóknarstofnun og Sjávarútvegsskóla Háskóla S.þ. hefur Sjávarútvegsstofnun unnið að hagræðingu í rannsóknum og kennslu á sviði sjávarútveg- og matvælafræða. Áformað er að reisa sameiginlega miðstöð þessara stofnana að Skúlagötu 6, þar sem mögulegt verður að samnýta mannafla, bókasöfn og tækjabúnað þessara aðila.Framkvæmdasýslu ríkisins hefur verið falið að annast þessa framkvæmd.

Samkvæmt reglugerð er Sjávarútvegsstofnun ætlað að styðja kennslu og þjálfun í sjávarútvegsfræðum. Stofnunin vann að þróun og undirbúningi meistaranáms í sjávarútvegsfræðum og fer nú með umsjón þess.  Það er þverfaglegt, rannsóknartengt 60 eininga nám, ætlað þeim sem þegar hafa lokið fyrstu háskólagráðu eða hafa sambærilega menntun. Hófu fyrstu nemendur meistaranám í sjávarútvegsfræðum á haustmisseri 1994.

Alþjóðlegt samstarf hefur frá upphafi verið fjölþætt, eins og fram kemur í verkefnalista. Gerðir hafa verið formlegir samstarfssamningar við háskóla í Japan og Tævan, við frönsku sjávarútvegsstofnunina IFREMER, og við ýmsa háskóla í Evrópu og Kanada tengdum The Institute of Island Studies við háskólann á Prince Edward Island í Kanada.
 
 

Fjármál Sjávarútvegsstofnunar

Starfsemi Sjávarútvegsstofnunar óx ár frá ári frá því hún var stofnuð árið 1989. Stofnunin fór með umsýslu fjármála flestra rannsóknarverkefna sem hún tók þátt í.

Rekstur stofnunarinnar sjálfrar var fjármagnaður annars vegar af fjárveitingum til H.Í. og hins vegar af ýmsum sértekjum frá fyrirtækjum, stofnunum og innlendum og erlendum rannsóknasjóðum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is