Sjávarútvegsskóli Sameinuðu þjóðanna

Sjávarútvegsstofnun tók þátt í starfi undirbúningsnefndar á vegum Utanríkisráðuneytisins um möguleika Íslendinga á að taka að sér Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Um er að ræða "post-graduate"-nám og eðlilegt að HÍ kæmi að skipulagningu þess þegar á frumstigi. Starfið skilaði þeim árangri, að fjölþjóðleg nefnd á vegum United Nations University mælti með að Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna verði starfræktur hér á landi. Samningar hafa verið undirritaðir og rektor ráðinn að skólanum, Dr. Tumi Tómasson (tumi@hafro.is).

Það traust sem Íslendingum er sýnt með þessu skiptir miklu, ekki aðeins fyrir þróun menntunar í sjávarútvegsfræðum hér á landi, heldur fyrir hvers konar útflutning okkar sem tengist sjávarútvegi. Segja má, að hér sé um gæðastimpil að ræða sem getur auðveldað Íslendingum markaðsstarf á ýmsum sviðum sjávarútvegs. Einnig getur þessi skóli orðið mikil lyftistöng fyrir menntun á sviði sjávarútvegs hér á landi, - sú vinna sem verður lögð í hann getur nýst íslenskum nemendum ekki síður en erlendum.  

Sjávarútvegsstofnun hefur átt sæti í 5 manna nefnd Sjávarútvegsráðherra sem gera á tillögur um húsnæðismál Sjávarútvegskólans. Þá á forstöðumaður sömuleiðis sæti í stjórn skólans.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is