Sannprófun umhverfismats

Sannprófun á umhverfismati orkuflutningsmannvirkja

 
Hvað gerist eftir að framkvæmd lýkur? Eru umhverfisáhrif framkvæmda í samræmi við spár í umhverfismatsskýrslu? Er ráðist í fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir og vöktun? Vöktun og sannprófun umhverfisáhrifa eru nauðsynlegar aðgerðir til að komast að raunverulegum áhrifum framkvæmda. Auk þess má draga lærdóm af niðurstöðum slíkra rannsókna sem nýst getur bæði við gerð mats á umhverfisáhrifum framkvæmda í framtíðinni og fyrir þróun umhverfismatskerfisins í heild sinni.

Þessi  rannsókn fjallar um sannprófun umhverfisáhrifa og framkvæmdar Sultartangalínu 3, sem er háspennulína  frá Sultartangastöð niður að Brennimel í Hvalfirði. Farið er í saumana á umhverfismati á Sultartangalínu 3 og afdrif þeirra þátta sem þar eru nefndir könnuð með ítarlegri vettvangsrannsókn.

Sannprófun umhverfisáhrifa og
efnda við Sultartangalínu 3
er fyrsta rannsókn á  Íslandi, þar sem sannprófuð eru umhverfisáhrif
og mótvægisaðgerðir í heilli skýrslu um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Rannsóknin
sýndi að margt má betur fara við gerð og framsetningu spáa og mótvægisaðgerða.
Því eru settar fram ráðleggingar til úrbóta við spár, mótvægisaðgerðir og
vöktun, bætta  eftirfylgni framkvæmda og
auknar rannsóknir.

Þótt rannsóknin muni sérstaklega nýtast við gerð og þróun mats á umhverfisáhrifum
háspennulína, hefur hún mun víðari og almennari skírskotun til þróunar mats á
umhverfisáhrifum hér á landi. Brýnt að bæta spár og tillögur
um mótvægisaðgerðir og jafnframt að auka vöktun umhverfisáhrifa svo mat á
umhverfisáhrifum hér á landi geti staðið undir væntingum sem öflugt tæki til
umhverfisverndar og skilvirkrar umhverfisstjórnunar.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson auðlindafræðingur og sérfræðingur hjá SSf hefur unnið að þessari rannsókn.

Verkefnisstjórn

  • Guðrún Pétursdóttir,
  • Brynhildur Davíðsdóttir
  • Birgir Jónsson
  • Sigurður S. Snorrason


Samstarf:

Landsnet h.f.

Kynningar:
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Sannprófun mats á umhverfisáhrifum
Málþing Skipulagsstofnunar 24. október 2008

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Ingunn Ósk Árnadóttir,
Birgir Jónsson, Sigurður S. Snorrason, and Guðrún Pétursdóttir
Land Disturbance by a High Voltage Overhead Power Line Construction.
High Voltage Energy Transmission and the Visual Environment
Reykjavík 16 - 17th September 2010

Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hvað er að marka spár í mati á umhverfisáhrifum? Niðurstöður sannprófunar umhverfisáhrifa Sultartangalínu 3.
Sæmundarfryrirlestur á Ársfundi Stofnunar Sæmundar fróða, 3.mars 2011.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Birgir Jónsson, Sigurður S.
Snorrason, Sigurður Jóhannesson, og Guðrún Pétursdóttir    Hvað
er að marka spár og mótvægisaðgerir í mati á umhverfisáhrifum? Sannprófun
umhverfisáhrifa og efnda við Sultartangalínu 3:1-104,
Stofnun Sæmundar fróða, 2012-12-03 ISBN 978-9979-9881-1-3

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is