Samstarf

Stofnun Sæmundar fróða vinnur náið með Meistaranámi í Umhverfis- og auðlindafræðum. Dr. Brynhildur Davíðsdóttir forstöðumaður námsins, er virk í starfi Stofnunar Sæmundar fróða og eru ýmis meistaraverkefni nemenda unnin í samstarfi við SSf.

Einnig er gott samstarf við aðrar þverfræðilegar rannsóknarstofnanir, einkum Alþjóðamálastofnun, Rannsóknarstofnun í kvenna- og kynjafræðum, EDDU öndvegissetur og Rannsókarstofnun í lýðheilsuvísindum.

 

Formlegt samstarf er einnig við aðila utan Háskólans. Þeirra á meðal eru:

Samstarfssamningur  milli Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur,  Meistaranáms í Umhverfis- og auðlindafræðum og Stofnunar Sæmundar fróða. 

 

 

 

 

Frá undirritun samningsins:

Fremri röð f.v. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Guðrún Pétursdóttur.
Aftari röð f.v. Hlynur Bárðarson, Hjalti Guðmundsson, Brynhildur Davíðsdóttir og Árný Sveinbjörnsdóttir.

 

Samstarfssamningur Landsnets h.f.  og Stofnunar Sæmundar fróða um rannsóknir á sviði orkuflutninga.

Samstarfssamningur Landsnets hf og Stofnunar Sæmundar fróða

Þórður Guðmundsson forstjóri Landsnets og Guðrún Pétursdóttir framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða undirrituðu samninginn.

 

Samstarfssamningur Metans h.f. og Stofnunar Sæmundar fróða um samvinnu að rannsóknum og þróun

Samstarfssamningur Metans h.f. og Stofnunar Sæmundar fróða um samvinnu að rannsóknum og þróun

Samstarfssamningurinn handsalaður. Frá hægri Björn Halldórsson forstjóri Metans h.f., Guðrún Pétursdóttir framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða og Þórður Ingi Guðmundsson sem hóf samstarfið með meistaraverkefni um  Möguleika og hagkvæmni þess að nýta lífrænan hluta skólps til metanframleiðslu á ökutæki.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is