Rafrænar afladagbækur - SHEEL

SHEEL - Secure and Harmonised European Electronic Logbooks

SHEEL er ensk skammstöfun fyrir “öruggar og samhæfðar evrópskar  rafrænar afladagbækur”. Markmið verkefnisins er að prófa mismunandi leiðir og finna hagkvæmasta og öruggasta mátann til að koma með rafrænum hætti upplýsingum um afla frá skipi til lands. Verkefninu er liður í undirbúningi reglugerðar um rafrænar afladagbækur fyrir fiskveiðiflota Evrópusambandsins. Starfstími verkefnisins er 2004-6.
Sjávarútvegsstofnun H.Í., Radíómiðun h.f., Ásverk ehf. og Fiskistofa hafa stjórnað veigamiklum þáttum þessa verkefnis.

Nútímavæðum veiðiskýrslur

Afladagbækur gegna lykilhlutverki við fiskveiðistjórn um heim allan.
Með því að safna rafrænt gögnum um veiðar skipsins, geta skipsstjórnendur öðlast miklu betri yfirsýn og auðveldað sér alla skýrslugerð. Þetta auðveldar því starf skipsstjórnenda til muna.

SHEEL verkefnið miðar að því að þróa og prófa hagnýtt, skilvirkt, hagkvæmt og öruggt rafrænt kerfi sem getur miðlað upplýsingum um afla frá skipum til fiskistofa og frá einni fiskistofu til annarrar. Kostir þess að innleiða rafrænar afladagbækur eru fyrst og fremst
(1) að auðvelda skipsstjórnendum og útgerð að fá yfirsýn yfir veiðar og afla
(2) að bæta eftirlit með veiðum.

Að skila afladagbókum á pappír er seinvirkt, dýrt og felur í sér hættu á mistökum.
Rafrænar afladagbækur auðvelda mönnum að skiptast á upplýsingum og þær draga úr líkum á mistökum, því byggja má inn í þær varnir gegn innsláttarvillum og öðrum mistökum.

Núverandi ástand
Skynsamleg nýting lifandi auðlinda hafsins er eitt af megin markmiðum fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Hún krefst þess að nákvæmar og tímanlegar upplýsingar séu veittar um veiðarnar, t.d. varðandi afla og samsetningu hans, hvaða veiðarfæri voru notuð,  hvar veitt var og hvernig veiðunum var háttað. Sem stendur skrifa skipstjórar þessar upplýsingar á blöð, sem send eru fiskistofum.
Markmið SHEEL er að að innleiða rafrænar afladagbækur, sem auðvelda munu starf bæði skipsstjórnenda og þeirra sem taka við upplýsingunum frá þeim, hvort sem það eru útgerðir, fiskistofur eða aðrir.

Stefnt er á pappírslaus samskipti
Ef  innleiða á rafrænar afladagbækur með samræmdum hætti í öllum Evrópulöndum, þarf fyrst að kortleggja hvernig aflaskýrslum er háttað í mismunandi löndum. Nýja rafræna kerfið verður að ná yfir hinar ýmsu skýrslur sem ætlast er til að menn skili í dag.  Samræma þarf þau kerfi sem notuð eru bæði á sjó og landi, þróa þarf og prófa skjalaviðmótið sem notað verður og tryggja öryggi upplýsinganna bæði meðan þær eru geymdar um borð og þegar verið er að senda þær milli staða, þannig að enginn óviðkomandi geti komist í þær. Eins þarf að vera hægt að ganga úr skugga um að sendandi sé sá sem hann þykist vera. Loks verður að tryggja auðveldan og vandræðalausan aðgang eftirlitsaðila að upplýsingunum.

Þátttakendur:
Að verkinu vinnur fjölþjóðlegur hópur fyrirtækja og stofnana, sem hafa sérþekkingu á þessu sviði.

Hugbúnaðarhús:

Radíómiðun h.f. (Ísland), Omni Tracking systems Ltd (Bretland), INESC Inovacao (Portugal), C-Trace Ltd (Bretland), Sainsel Sistemas Navales S.A. (Spánn),Sodena S.A. (Frakkland)  

Fiskistofur:
Bretlands, Frakklands, Hollands, Íslands, Lettlands, Noregs, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar,

Samskiptatækni:
Navigs s.a.r.l. (Frakklandi), Eutelsat (Frakkland), Inmarsat (Bretland) Thrane&Thrane (Danmörk), Elsacom spa.
Rafrænt öryggi
Globalsign NV/SA, Ubizen (Holland)
Stofnanir: Sjávarútvegsstofnun Háskóla Íslands, Joint Research Centre Evrópusambandsins í Ispra á Ítalíu og North East Atlantic Fisheries Commission, London.

SHEEL verkefnið er rekið fyrir tilstuðlan og með tilstyrk Evrópusambandsins, og er meðal þróunarverkefna sem ætlað er að styðja stefnumörkun á ákveðnum sviðum. Vísað er til verkefnisins sem FP6-2002-SSP, svið 1.3, verkefni No. 502153, "Secure and Harmonised European Electronic Logbook."

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is