Ráðstefnur

Fundir, fyrirlestrar og
ráðstefnur

1992-1994

Ráðstefna um stjórn fiskveiða og skiptingu fiskveiðiarðsins
Í
ársbyrjun var haldin ráðstefna um stjórn fiskveiða og skiptingu fiskveiðiarðsins
og var hún ágætlega sótt. Ráðstefnurit var gefið út í samvinnu við
Háskólaútgáfuna. 1992

Ráðstefna um fjölstofnarannsóknir og líkanagerð
Norræn ráðstefna
var haldin í Hirtshals um gerð fjölstofnalíkana. Í framhaldi kom út rit með
fyrirlestrum ráðstefnunnar. 1992

Ráðstefna um rándýr hafsins - fjölstofnarannsóknir og vistfræðileg
aðferðafræði

Í Stykkishólmi fór fram alþjóðleg ráðstefna um fæðukeðju
hafsins og þá sérstaklega aðferðafræði og líkanagerð við rannsóknir á samspili
fisks og annarra dýra í hafi og vötnum. 1992

Ráðstefna um félagslegar og sagnfræðilegar rannsóknir á
sjávarútvegi

Haldin var ráðstefna um félagslegar rannsóknir á málefnum
sem tengjast sjávarútvegi og voru haldnir fyrirlestrar á sviði mannfræði,
sagnfræði, félagsfræði og félagshagfræði. 1993

Ráðstefna um Öryggi á sjó
Í Vestmannaeyjum var haldin ráðstefna um
Öryggi á sjó. Í kjölfar hennar var gerð könnun meðal íslenskra sjómanna um
viðhorf sjómanna til öryggismála. 1994

Boðið var til málstofu hálfsmánaðarlega á haustmisseri þar sem fjallað
var um málefni tengd sjávarútvegi. Frummælendur komu frá Háskóla Íslands auk
innlendra og erlendra gestafyrirlesara. 1994:
Einar Eyþórsson
hafði framsögu um leiguframsal á aflaheimildum - þróun markaðar, verðmyndun
og ávöxtunarkrafa.
Bergur Elías Ágústsson hafði
framsögu um samanburð á framleiðni framleiðslueininga innan sömu
atvinnugreinar.
Rögnvaldur J. Sæmundsson hafði framsögu um
samstarf fyrirtækja í sjávarútvegi.

 

1995

Sóknarfæri í sjávarútvegi
Erindi forstöðumanns
Sjávarútvegsstofnnar, Guðrúnar Pétursdóttur, á opnum fundi um sjávarútvegsmál í
Vestmannaeyjum í mars 1995

Vinnufundur Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning
sem er
ráðgefandi vísindanefnd á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.
Illulisat
Grænlandi ágúst 1995

Ráðstefna um eignarrétt í sjávarútvegi (Property rights in the fishing
industry)
Haldin í Reykjavík í í samvinnu við fjölþjóðlegan rannsóknarhóp á
vegum Evrópusambandsins. Sjávarútvegsstofnun gaf út samnefnt ráðstefnurit 1996.
September 1995

Málþing um sjávarútvegssögu var haldið í Vestmannaeyjum í maí í
samvinnu við kennara og nemendur í sagnfræði.

Matvæla- og sjávarútvegsgarður í Reykjavík
Erindi Guðrúnar
Pétursdóttur á fundi um framtíðarskipan rannsókna og æðri menntunar í
matvælagreinum á Íslandi;
á vegum Menntamálaráðuneytis 3. nóv. 1995

Íslensk sérþekking á alþjóðlegum markaði
Erindi Guðrúnar
Pétursdóttur á hugmyndastefnu um nýskipan í ríkisrekstri
á vegum
Fjármálaráðuneytis 7. nóv. 1995

 

1996

Vetrarfundur Nordisk Arbeidsgruppe for
Fiskeriforskning

Kaupmannahöfn janúar 1996

Úthafsveiðar Íslendinga
Fundarstjórn Guðrúnar Pétursdóttur á opnum
fundi á Hótel Borg
Haustið 1996

Lífríkið umhverfis landið
Ráðstefna Sjávarútvegsstofnunar HÍ með
Verkfræðingafélagi Íslands og Tæknifræðingafélagi Íslands í mars 1996.
(120
þátttakendur)
Undirbúningsnefnd, ásamt fundarstjórn Guðrúnar
Pétursdóttur.

Lessons from the Edge
10 daga sumarskóli . 1.-11. ágúst 1996 á
vegum North Atlantic Islands Programme, sem Sjávarútvegsstofnun á aðild að. (50
þátttakendur).
Undirbúningur sumarskólans, þátttaka, fundarstjórn og
erindi.

"The Maine Initiative" opinn fyrirlestur James Wilsons, prófessors í
auðlindahagfræði við Orono háskóla í Maine, USA, var fluttur í tengslum við
ráðstefnu sem hófst daginn eftir. Fyrirlesturinn fjallaði um fiskveiðistjórn í
Mainefylki.
24. maí 1996

Social Implications of Quota Systems in Fisheries
Fjölþjóðleg
ráðstefna var haldin í Vestmannaeyjum.
Sjávarútvegsstofnun sá um
skipulagningu og útfærslu undir stjórn Dr. Gisla Pálssonar, prófessors í
mannfræði.
Flutt var 21 erindi en 30 fræðimenn sóttu ráðstefnuna frá
Bandaríkjunum, Kanada og Norðurlöndum. Ráðstefna var studd af Norrænu
ráðherranefndinni og Beijer Institut í Stokkhólmi. 1997 kom út rit með
fyrirlestrum ráðstefnunnar sjá útgáfur).
25.-26. maí 1996

Vinnufundur Nordisk Arbeidsgruppe for Fikeriforskning
var haldinn á
Höfn í Hornafirði 25.-30. ágúst 1996 (15 þátttakendur)
Undirbúningur ásamt
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins.

Sendinefnd 5 manna kennara og nemenda frá Tokyo Ocean University í 10
daga heimsókn.
Sjávarútvegsstofnun sá um undirbúning og framkvæmd dagskrár
heimsóknarinnar. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir voru heimsótt bæði í Reykjavík
og nágrenni og norðan heiða. Valgeir Baldursson viðskiptafræðingur hjá
Atvinnuþróunarnefnd Norð-vesturlands var leiðsögumaður hópsins á ferð hans um
Norðurland, þar sem Háskólinn á Akureyri skipulagði meðal annarra
dagskrá.
September 1996

Matvælarannsóknir hér á landi og í Japan
Málþing haldið í samvinnu
við Matvælafræðiskor og Tokyo University of Fisheries.
September 1996

Málþing um matvælarannsóknir í Taiwan
Haldið af Sjávarútvegsstofnun
HÍ og Matvælafræðiskor, ásamt tævönskum gestafyrirlesurum.
Undirbúningur og
fundarstjórn
September 1996.

Ráðstefnan Kvalitet, magt og marked
Haldin í Sörup Herregård, utan
við Kaupmannahöfn á vegum Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning (NAF), og
átti forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar sæti í undirbúningsnefnd og stýrði
fundum á ráðstefnunni.
(50 þátttakendur)
31. okt og 1. nóv. 1996

Samkeppnisstaða Íslands
Erindi og fundrastjórn Guðrúnar
Pétursdóttur á fundi Fjármálaráðuneytis.
Haustið 1996

Úthafsveiðar Íslendinga
Erindi Guðrúnar Pétursdóttur á opnum fundi
á Hótel Borg
Haustið 1996

Vinnufundur um BIOICE-verkefnið og móttaka í Skólabæ fyrir starfskonur
verkefnisins og norska samstarfsmenn frá Háskólanum í Bergen, sem dvöldust við
Rannsóknarsetrið í Sandgerði um nokkurra vikna skeið.
September 1996

Sjávarútvegsstofnun skipulagði heimsókn sjávarútvegsráðherra Namibíu
og fylgdarliðs til H.Í.

Tekið var á móti Fisheries Officer og gæðastjórnanda Fiskistofu
Gambíu.
Lögð voru á ráð um aðstoð H.Í. við menntun í sjávarútvegsfræðum
í Gambíu, einkum er varðar gæðamál.

Framtíð sjávarútvegs á Íslandi
Erindi Guðrúnar Pétursdóttur fyrir
Zonta-klúbb Reykjavíkur.
Nóv. 1996

Framtíð sjávarútvegs á Íslandi
Erindi Guðrúnar Pétursdóttur fyrir
Félag Sjálfstæðismanna í Laugarneshverfi.
Des. 1996

Alþjóðlegt samstarf HÍ í menntamálum sjávarútvegs
Erindi Guðrúnar
Pétursdóttur hjá Rotary Austurbæ, Reykjavík 1996

Framtíð sjávarútvegs á Íslandi
Erindi Guðrúnar Pétursdóttur hjá Rotary
Akureyri vor 1996

Lífríkið umhverfis landið
Málþing í samvinnu Sjávarútvegsstofnunar
við Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélag Íslands.
Erindi fluttu
Ásgeir Daníelsson, Einar Hreinsson, Grímur Valdimarsson, Guðni Þorsteinsson,
Gunnar Stefánsson, Hjálmar Vilhjálmsson, Ólafur Ástþórsson, Unnsteinn Stefánsson
og Þórður Friðjónsson. Ráðstefnustjórar voru Pétur Stefánsson og Páll Á
Jónsson.
Mars 1996.

Framtíðarrannsóknir við aldahvörf
Undirbúningur ráðstefnu og
hringborðsumræður
September 1996

 

1997

Málþing um hafrétt, viðskipti og vernd auðlinda var haldið í samstarfi
Sjávarútvegsstofnunar við Alþjóðamálastofnun HÍ. Þar fjallaði Dr. Robert
Friedheim, prófessor í alþjóðasamskiptum við háskólann í Suður Kaliforníu um
alþjóðleg áhrif Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna; Dr. Ted McDorman,
prófessor í alþjóðalögum við Háskólann í Toronto fjallaði um alþjóðlega
viðskiptalöggjöf og umhverfismál; Peter Örebech, lögfræðingur og kennari í
lögfræði sjávarútvegs við háskólann í Tromsø ræddi um úthafsveiðisamninginn og
samkomulag um úthlutun veiðiheimilda úr flökkustofnum og loks ræddi Dr. Gunnar
G. Schram, prófessor í stjórnskipunar- og þjóðarrétti við HÍ um mikilvægi
alþjóðlegra umhverfissamninga fyrir Ísland. 28.
Febrúar 1997

Námskeið um markað fyrir sjávarafurðir, tæki og tækni í Taiwan og
Kína

Í samstarfi við Endurmenntunarstofnun HÍ var haldið námskeið um
markað fyrir sjávarafurðir, tæki og tækni í Taiwan og Kína. Aðalfyrirlesari var
prófessor Bonnie Sun Pan frá National Taiwan Ocean University. Maí 1997

Vetrarfundur Nordisk Arbeidsgruppe for
Fiskeriforskning

Kaupmannahöfn janúar 1997

Opinn fundur um ný fiskveiðastjórnunarlög í Bandaríkjunum "The Sustainable
Fisheries Act" á vegum Sjávarútvegsstofnunar HÍ
. Eyjólfur Guðmundsson,
doktorsnemi í auðlindahagfræði við University of Rhode Island flutti erindi um
ný fiskveiðastjórnunarlög í Bandaríkjunum. Eyjólfur fjallaði um þessi nýju lög,
hverju þau breyta fyrir sjávarútveg í Bandaríkjunum og hvaða þýðingu aukin áhrif
umhverfisverndarsamtaka á fiskveiðstjórnun í Bandaríkunum kunna að hafa fyrir
íslenskan sjávarútveg. 11. júní 1997

Hver á kvótann – hver ætti að eig´ann
Opinn fundur á vegum
Sjávarútvegsstofnunar, Páll Skúlason rektor setti fundinn. Frummælendur voru
Þorgeir Örlygsson prófessor í kröfurétti, Ragnar Árnason prófessor í
fiskihagfræði, Birgir Þór Runólfsson dósent í hagfræði, Gísli Pálsson prófessor
í mannfræði og Þórólfur Matthíasson, dósent í hagfræði. 8. Nóvember
1997
Undirbúningur og fundarstjórn.

Hvað má læra af stöðu framtíðarrannsókna
Erindi á ráðstefnu World
Society for Future Studies
Reykjavík 20, mars 1997

Whaling in the North Atlantic, economic and political
perspectives.

Í samstarfi við High North Alliance í Noregi var haldin
alþjóðleg ráðstefna um pólitíska og hagræna þætti tengda hvalveiðum í
Norður-Atlantshafi. Fyrirlesarar voru Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra,
Jóhann Sigurjónsson sendiherra, Ray Gambell framkvæmdastjóri Alþjóða
hvalveiðiráðsins, Kate Sanderson framkvæmdastjóri NAMMCO, Trond Bjørndal
hagfræðiprófessor frá Bergen, Þórður Friðjónsson ráðuneytisstjóri, Ted McDorman
lagaprófessor frá University of Toronto, Jaques Berney fyrrum framkvæmdastjóri
CITES, William Burke lagaprófessor í Seattle, Steinar Andresen frá Fridtjof
Nansen Institutt í Osló, Kjartan Høydal framkvæmdastjóri NORA í Færeyjum, og
Robert L. Friedheim prófessor í alþjóðasamskiptum við University of Southern
California, USA. Hringborðsumræðum stjórnaði Lars Toft Rasmussen, fréttamaður
við TV2 í Danmörku og tóku þátt í þeim m.a innlendir og erlendir ráðherrar og
þingmenn auk fulltrúa hagsmunasamtaka. Fyrirlestrar fluttir á ráðstefnunni voru
gefnir út samnefndu ráðstefnuriti haustið 1997 (sjá Útgáfur). Reykjavík, 1. mars
1997

Nordisk Identitet - hva er det og skal det bevares?
Gestaerindi
Guðrúnar Pétursdóttur á ráðstefnu Nordmål Forum í París, 3. sept. 1997.

Atvinnuþróun á Vesturlandi
Erindi Guðrúnar Pétursdóttur flutt á
fundi á Hvanneyri 19.sept.1997

Ísland, Norræn samvinna og ESB
Erindi Guðrúnar Pétursdóttur á 75
ára afmæli Norræna Félagsins 29. sept. 1997

 

1998

Vetrarfundur Nordisk Arbeidsgruppe for
Fiskeriforskning

Kaupmannahöfn janúar 1998

Undur Hafsins á Ári Hafsins
Röð 5 eftirtalinna fyrirlestra fyrir
almenning á vegum Sjávarútvegsstofnunar
Vorið 1998. Skipulagning,
fundarstjórn.
1. Síldin veður og síldin kveður Jakob Jakobsson
forstjóri Hafrannsóknarstofnunarinnar segir frá eftirlætisviðfangsefnum sínum og
samferðamönnum í gegnum árin. 21. febrúar 1998
2. Glötum við
Golfstraumnum?
Árný Erla Sveinbjörnsdóttir jarðeðlisfræðingur ræðir um
breytingar á veðurfari og hafsstraumum. Árný hefur tekið þátt í rannsóknum á
borkjörnum úr Grænlandsjökli, sem sýna meðal annars sveiflur í veðurfari
árhundruð aftur í tímann. Slíkar sveiflur hafa haft áhrif á hafstrauma, sem
skipt hafa sköpum fyrir lífríkið í sjónum. 7. mars 1998
3. Franskir
duggarar á Íslandsmiðum
Elín Pálmadóttir blaðamaður segir frá frönskum
sjómönnum á fiskiskipum hér við land á síðustu öld. (Elín hefur rannsakað
sjósókn frá Bretagne norður um höf, bækistöðvar þessa flota hér á landi,
samskipti sjómanna við Íslendinga og minjar um þessi tengsl í Frakklandi. Elín
hefur skrifað bókina Fransí-Biskví um þessar rannsóknir.) 21. mars 1998
4.
Vestur um haf - Vínlandsfundur: Hvernig Atlantshafið var sigrað með
tæknifræði, veðurfræði og stjörnufræði Páll Bergþórsson segir frá rannsóknum
sínum á ferðum Íslendinga vestur um haf um Grænland til Vínlands. Fyrir jólin
1997 kom út bók Páls Vínlandsgátan, sem tilnefnd var til Hinna íslensku
bókmenntaverðlauna. 4. apríl 1998
5. Ógnir við undirdjúpin Dr. Össur
Skarphéðinsson líffræðingur og fyrrverandi umhverfisráðherra ræðir um það sem
helst ógnar lífríkinu í hafinu, og segir frá aðgerðum sem þegar er beitt eða
verið er að undirbúa til að sporna við frekari spillingu hafsins.
18. apríl
1998

Þjóðmenning og sjálfstæði
Hátíðarræða Guðrúnar Pétursdóttur á
Hrafnseyri
17. júní 1998

Lífið í fjörunni
Tveggja daga námskeið fyrir
leikskólakennara.
Sjávarútvegsstofnun í samvinnu
við
Endurmenntunarstofnun HÍ. 7. – 8. September 1998 og aftur seinna um
haustið. Skipulagning.

Umhverfismál og sjávarútvegur
Erindi Guðrúnar Pétursdóttur á
samnefndri ráðstefnu á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar
Kaupmannahöfn mars
1998

Menntun í sjávarútvegi á Íslandi
Erindi GP á ráðstefunni Mannauður
og menntun í sjávarútvegi
Akureyri 17. apríl 1998

Sikkerhet for Islandske fiskere
Erindi Guðrúnar Pétursdóttur á
ráðstefnunni Sikkerhed, Arbeidsmiljö og Helse for Fiskere
Á vegum Norrænu
Ráðherranefndarinnar, Kaupmannahöfn 3-4 júní 1998

Vinnufundur Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning
Mariehamn,
Álandseyjum ágúst 1998

Túnfiskur (bláuggi), stofnstærð, veiðisvæði, veiðiaðferðir og
markaðir

málþing í boði Franska sendiráðsins 24.og 25 nóvember 1998 með
sérfræðingum frá IFREMER. Ráðuneytum, stofnunum og fyrirtækjum boðin
þátttaka.

Þorskurinn og þróun þjóðvelda við norðanvert Atlantshaf
Málþing
haldið í Odda. Frummælendur voru Dr. James Candow sjávarútvegssagnfræðingur frá
Parks Canada; bandaríski rithöfundurinn Mark Kurlansky, höfundur bókarinnar
Ævisaga þorsksins, og Jón Þ. Þór sagnfræðingur.
Í samvinnu við
Rannsóknarsetur í sjávarútvegssögu og Sjávarútvegsskóla Sþ. 18. nóvember
1998

 

1999

Vetrarfundur Nordisk Arbeidsgruppe for
Fiskeriforskning

Kaupmannahöfn janúar 1999

Safety and Survival Training for Fishermen in the Nordic
Countries

Ráðstefna á vegum Norrænu
ráðherranefndarinnar.
Frederikshavn, Danmörku 3.-5.- maí 1999. Skipulagning
og stjórn.

Fisheries Ties between Taiwan and Iceland
Ráðstefna haldin í
National Taiwan Ocean University
12. maí 1999. Skipulagning.

Cooperation between Academics and Industry in Iceland
Erindi
Guðrúnar Pétursdóttur á ráðstefnu um rannsóknir í sjávarútvegi.
National
Taiwan Ocean University, Keelung Taiwan 12. maí 1999

Molecular Principles of Nervous System Adaptation and
Evolution

Sumarskóli á vegum Nordiske Forskarakademier
(NorFa)
Kristineberg Marine Research Station, Fiskebäckskil,
Svíþjóð.
11.-17. júní 1999. Skipulagning og stjórn.

Safety and Survival Training for Fishermen in the Nordic
Countries

Ráðstefna á vegum Norrænu
ráðherranefndarinnar
Frederikshavn, Danmörku 3.-5. maí 1999. Skipulagning
og stjórn.

Safety and Survival Training for Fishermen in Nordic
Countries

Vinnufundur í Gautaborg 2.-6. júlí 1999. Skipulagning.

Vinnufundur Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning
Þórshöfn,
Færeyjum ágúst 1999.

Safety and Survival Training for Fishermen in Nordic
Countries

Vinnufundur í Osló 15-17. september 1999. Skipulagning og
stjórn.

Safety and Survival Education for Nordic Fishermen
Erindi Guðrúnar
Pétursdóttur á Nordisk sjösikkerhetskonferanse.
Haldið af Raadet for
arbeidstilsyn paa skip, Oslo 16.og 17. sept. 1999.

Education Empowers
Gestafyrirlestur Guðrúnar Pétursdóttur á
ráðstefnu European Management Assistants.
Reykjavík 23.-25. september
1999.

 

2000

Vetrarfundur Nordisk Arbeidsgruppe for
Fiskeriforskning

Kaupmannahöfn janúar 2000.

Sumarskóli á vegum Nordiske Forskarakademier
Kristineberg Marine
Research Station, Fiskebäckskil, Svíþjóð.
14.-20. júní 2000. Skipulagning og
stjórn.

Vinnufundur Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning
Visby
Gotlandi, ágúst 2000.

Hazard Analysis onboard Icelandic Fishing Vessels
Erindi Guðrúnar
Pétursdóttur á alþjóðlegri ráðstefnu IFISH í Woods Hole, október
2000.

Safety and Survival training for Nordic Fishermen
Erindi
Guðrúnar Pétursdóttur á alþjóðlegri ráðstefnu IFISH í Woods Hole, október
2000.

Safety at Sea as an Integral Parf of Fisheries Management
Erindi
Guðrúnar Pétursdóttur á alþjóðlegri ráðstefnu IFISH, í Woods Hole, október
2000.

Tækninýjungar sem draga úr eldsneytisnotkun við fiskveiðar og
hafrannsóknir

Erindi Guðrúnar Pétursdóttur á málþingi um sjávarútveg,
nýtingu eldsnytis og kolefnislosun
Á vegum Landverndar, Umhverfisstofnunar HÍ
og Fiskifélags Íslands, nóv. 2000.

2001

Vetrarfundur Nordisk Arbeidsgruppe for
Fiskeriforskning

Kaupmannahöfn janúar 2001.

Helse-Miljö-Sikkerhets Portal for Nordiske Fiskere
Vinnufundur á
vegum Norrænu ráðherranefndarinnar 10.-13. maí 2001
Undirbúningur og
þátttaka.

Hvordan bygge Helse-Miljö-Sikkerhets Portal for Nordiske
Fiskere?

Erindi Guðrúnar Pétursdóttur á ofannefndum vinnufundi. 11. maí
2001.

Sumarskóli á vegum Nordiske Forskarakademier
Kristineberg Marine
Research Station, Fiskebäckskil, Svíþjóð. 14.-20. júní 2001.
Skipulagning og
stjórn.

Vinnufundur Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning
Nuuk,
Grænlandi ágúst 2001

 

2002

Breytingar á atvinnuháttum og atvinnulífi á nýrri öld
Erindi
Guðrúnar Pétursdóttur hjá Soroptimistum í Reykjavík 7. janúar 2002.

Vetrarfundur Nordisk Arbeidsgruppe for
Fiskeriforskning

Kaupmannahöfn janúar 2002.

Stefnumót við Nýsköpun
ráðstefna Félags Kvenna í
Atvinnurekstri
Guðrún Pétursdóttir tók þátt í hringborðsumræðum

Sumarskóli á vegum Nordiske Forskarakademier (NorFa)
Kristineberg
Marine Research Station, verður haldinn 5.-12. júní 2002
Skipulagning og
stjórn.

Vinnufundur Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning
Haldinn á
Íslandi 27. ágúst til 1. september 2002.
Sjávarútvegsstofnun sér um
skipulagningu fundarins.

Ráðgjafahópur um framtíð sjávarútvegsrannsókna í Færeyjum
Fundur í
Þórshöfn, Færeyjum 4.-6.nóvember 2002
Guðrún Pétursdóttir flytur
erindið
Fisheries research in Iceland: what to emphasize

Ráðgjafanefnd Aðalritara FAO um sjávarútvegsmál
Guðrún Pétursdóttir
er skipuð í 13 manna nefnd sem er
Aðalritara Matvælastofnunar Sameinuðu
þjóðanna til ráðgjafar
um sjávarútvegsmál. Nefndin veitir einni ráðgjöf

Intergovernmental Oceanographic Commission hjá UNESCO.

 

2003

Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning Fundur í Kaupmannahöfn í 22-23. janúar 2003

Nordisk
Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning Fundur í Turku 15-19 ágúst 20

Technical Innovations for the Fishing Industry, erindi Guðrúnar Pétursdóttur og Kristjáns Gíslasonar á National
Experts meeting, JRC Ispra Italy 5. febrúar 2003.

The Icelandic Electronic Fisheries Logbook erindi Guðrúnar Pétursdóttur á SHEEL-workshop, JRC Ispra
Italy 5. febrúar 2003.

Secure Electronic Logbooks,
Þátttaka í vinnufundi á vegum JRC í Ispra á Ítalíu í 3-5 febrúar
2003.

Þorskurinn og mikilvægi hans fyrr og nú gestafyrirlestur Guðrúnar Pétursdóttur á Ráðstefnu Örverufræðifélags
Íslands ÖRVERUR OG ÞORSKUR 28.mars 2003.

A lesson
from Iceland what were the keys to Iceland’s prosperity in the 20th century?
gestafyrirlestur
Guðrúnar Pétursdóttur á National Forum of Cabo Verde Praia, April 9-11 2003.

Merging of SHEEL and
ELSPEC

Vinnufundur á vegum þessara Evrópuverkefna í Ispra á Ítalíu, 16-17 júlí
2003.

Samræmdur gagnagrunnur um dýpi í lögsögu Íslands,
erindi Árna ÞórsVésteinssonar og Guðrúnar Pétursdóttur Ráðstefna LISU samtakanna
um Upplýsingagrunnar um hafsvæði umhverfis Ísland Reykjavík 29.október
2003.

2004

Þorskurin og mikilvægi hans
erindi Guðrúnar Pétursdóttur fyrir Rótarý Borgir Kópavogi 15.janúar
2004

System specifications: Main tasks and Planning for the SHEEL
project

erindi Guðrúnar Pétursdóttur á upphafsfundi SHEEL verkefnisins Ispra á Ítalíu,
einnig fundarstjórn, 1-3 febrúar 2004.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is