Green to Scale

Beiting 15 norrænna loftslagslausna á stórum skala gæti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um 4 gígatonn á heimsvísu

Með því að beita 15 norrænum loftslagslausnum, sem þegar hafa sannað sig, geta ríki um allan heim dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um 4 gígatonn á ári fyrir árið 2030, en það jafngildir losun Evrópusambandsins í dag. Kostnaðurinn við að útfæra þessar lausnir næmi niðurgreiðslum ríkja heims á jarðefnaeldsneyti í 9 daga.

Þetta sýna niðurstöður nýrrar norrænar rannsóknar (Green to Scale) sem kynnt var 16. nóvember á  loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP22) í Marrakech. Rannsóknin er samstarfsverkefni finnska nýsköpunarsjóðsins Sitra, Norænu ráðherranefndarinnar, og virtra rannsóknarstofnana á öllum Norðurlöndunum. Í verkefninu er eftirfarandi spurningu svarað: hvaða árangri má ná fyrir árið 2030 með því að beita um allan heim árangursríkum norrænum loftlagslausnum í sama mæli og þeim er nú beitt í a.m.k. einu Norðurlandanna. 

Nordic Green to Scale er sameiginlegt verkefni rannsóknarstofnana á öllum fimm Norðurlöndunum, ásamt vinnhópi Norrænu ráðherranefndarinnar um  loftslagsmál:

 

•             Miðstöð fyrir alþjóðlegar loftlags- og umhverfisrannsóknir í  Noregi (CICERO) vann tæknilegar greiningar fyrir skýrsluna

•             CONCITO, Danmörku

•             Finnski nýsköpunarsjóðurinn Sitra , Finlandi

•             Umhverfisstofnun Stokkhólms (SEI), Svíþjóð

•             Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands 

 Rannsóknin greinir alþjóðlega nýtingarmöguleika 15 norrænna aðgerða eða lausna í loftslagsmálum. Þessar 15 lausnir koma til viðbótar þeim lausnum sem teknar voru fyrir í hnattræna Green to Scale verkefninu á síðasta ári, en þar var sýnt fram á að með því að útfæra 17 þekktar lausnir á heimsvísu mætti draga úr heildarlosun koltvísýrings um 12 gígatonn fyrir árið 2030. Hnattræna verkefnið var unnið af Sitra og leiðandi stofnunum á sviði loftslagsmála í 10 löndum og lauk því árið 2015. 

Norrænu lausnirnar sem teknar eru fyrir í rannsókninni:

Orka

•             Samtímaframleiðsla hita og rafmagns (CHP)

•             Vindorka á landi

•             Vindorka á sjó (offshore)

•             Jarðvarmi/Jarðvarmaorka

Iðnaður

•             Binding kolefnis í olíu og gaslindum

•             Minnkun losun metans frá olíu- og gasframleiðslu

•             Kolefnissnauð orka í iðnaði

Samgöngur

•             Rafknúin farartæki

•             Lífeldsneyti í samgöngum

•             Hjólreiðar í borgum og bæjum

Byggingar og heimili

•             Orkunýtnar byggingar

•             Hitadælur í íbúðarhúsnæði

•             Lífeldsneyti til kyndingar

Landbúnaður og skógrækt

•             Skógrækt og landgræðsla

•             Meðhöndlun mykju

 

Verkefnisstjóri íslenska verkþáttarinns var prófessor Brynhildur Davísðdóttir

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is