Konnect er norrænt verkefni sem leiðir saman listir og vísindi með það að markmiði að vekja athygli almennings og ráðamanna á þeim miklu umhverfisógnum sem steðja að heiminum.
Nemendur listaháskóla og háskóla og vísindamenn á sviði umhverfisfræða vinna saman í 4-daga vinnubúðum í hverju landi, þar sem farið er yfir mikilvæg vandamál á sviði umhverfismála. Nemendurnir setja síðan fram hugmyndir að listaverkum sem vekja athygli á einhverjum þáttum umhverfisvandans. Veittir eru styrkir til framleiðslu á völdum verkefnum og stefnt er að sameiginlegri norænni sýningu á afurðum Konnect þegar öll löndin hafa haldið námskeiðin.
Norræna ráðherranefndin, Kultur Kontakt Nord og Norræna Húsið styrkja verkefnið, en að því standa listaháskólar á öllum Norðurlöndum, Stofnun Sæmundar fróða HÍ, Stockholm Resilience Centre og Norræna Húsið í Reykjavík.
Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér