Stefna alþjóðasamtaka um öryggi á sjó

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, lætur sig öryggismál sjómanna miklu varða, einkum í hinum fátækari  hlutum  heims, þar sem öryggi er mjög ábótavant og sjóslys geta orðið þess valdandi að heilu fjölskyldurnar fari á vonarvöl. 

Guðrún Pétursdóttir vann sem gestavísindamaður við Sjávarútvegsdeild FAO að úttekt á því hvernig FAO gæti komið að því að bæta öryggi á sjó. Afrakstur þess  var skýrslan Safety at Sea as an Integral part of Fisheries Management ( Gudun Petursdottir, Olafur Hannibalsson and Jeremy M.M. Turner . FAO Fisheries Circular No 966,FIIT/C966:1-39,Rome 2001).  Í kjölfar þess skipaði forstjóri FAO Guðrúnu í sérfræðinganefnd FAO um öryggi á sjó.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is