Þriðja málstofan um fiskeldi í sjó

Þriðja málstofan um fiskeldi í sjó við Ísland fjallaði um lagaumhverfi fiskeldis og þær breytingar á gildandi lögum sem nú liggja fyrir Alþingi.

Arnar Pálsson bauð gesti velkomna. 
Frummælendur voru  Árni Ísaksson fyrrverandi veiðimálastjóri og sviðsstjóri lax- og silungsveiðimála á Fiskistofu, 
Höskuldur Steinarsson, forstjóri Fjarðarlax, fulltrúi Landsambands Fiskeldisstöðva, Óðinn Sigþórsson formaður Landssambands veiðifélaga og Sigríður Gísladóttir, Dýralæknir fisksjúkdóma MAST, Matvælastofnun.

Stutt ávörp fluttu Sigurður Guðjónsson, Forstjóri Veiðimálastofnunar, Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri Lax- og silungsveiðisvið  Fiskistofu og Bjarni M. Jónsson, stjórnarmaður Samtökum eigenda sjávarjarða.
 
Að erindum loknum voru opnar umræður.
Fundarstjóri var  Guðrún Pétursdóttir 
Orri Vigfússon sleit  fundinum.

Slæður fyrirlestranna má finna á vefsíðu Líffræðifélagsins www.biologia.is

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is