17. janúar 2014 Málstofa um Fiskeldi - áhrif af sjókvíaeldi og lausnir - Café Sólon kl 13:30 - 15:30.

Mikil umræða á sér nú stað um arðsemi, kosti og galla laxeldis í sjó. Reynsla af fiskeldi í sjó hér við land og erlendis hefur verið misjöfn og full ástæða er til að fara vandlega yfir hina ýmsu þætti áður en teknar eru ákvarðanir um frekari framkvæmdir á þessu sviði. Veturinn 2014 er áformað að fá til landsins óháða sérfræðinga sem hafa rannsakað áhrif sjókvíaeldis á nálæg vistkerfi og þekkja reynslu annarra þjóða af laxeldi. Jafnframt hefur verið boðið til málstofanna sérfræðingum í fiskeldi í „lokuðum kerfum”, bæði í sjó og í fersku vatni á landi.

Á fyrstu málstofunni segir dr. Brian Vinci frá The Conservation Fund, Freshwater Institute í Bandaríkjunum segja frá frumkvöðlaverkefni í laxeldi á landi sem unnið hefur verið að í Vestur-Virginíufylki. Þar hefur náðst undraverður árangur án þess að notuð séu bóluefni eða sýklalyf. Fiskurinn er alinn í kerjum sem er haldið hreinum með búnaði sem fangar úr vatninu öll úrgangsefni frá fiskinum. Með því að hafa kerin á landi er komið í veg fyrir samgang eldisfiska við villta laxastofna og þar með dregið stórlega úr hættu á smiti af sjúkdómum og laxalús, genablöndun eða neikvæðum vistfræðilegum áhrifum.

Þá mun Geir Spiten hjá fyrirtækinu Akvatech flytja erindi um lokuð kerfi með áherslu á kerfi sem gefið hafa góða raun vegna hreinlætis og allra aðstæðna til eldis. Takmark fyrirtækisins er að koma á fót alþjóðlegri starfsemi sem byggist á þessari hreinlegu og heilsuvænu eldistækni.

Erindin verða flutt á ensku.

Þau sem hug hafa á þátttöku eru vinsamlega beðin um að láta vita á netfangið nasf@vortex.is

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is