Dr. Dennis Meadows heldur fyrirlestur í boði rektors og SSf

Dr. Meadows fjallaði um nauðsyn þess að  endurskoða hugtakið sjálfbær þróun.  Þeir ríku geta ekki gert ráð fyrir að fá sífellt meira á meðan að þeir fátæku berjast við að ná sömu kjörum.  Þjóðfélög sem byggja á markaðshyggju og vergum veldisvexti geta ekki gengið til lengdar, því vöxturinn krefst orku og takmarkaðra auðlinda. 

Sjálfbær þróun þarf að stuðla að skilvirkum breytingum, sem verða til með þátttöku fólks en ekki með þvingunum stjórnvalda.  Það þarf að auka seiglu og viðnámsþrótt samfélaga og bjóða mismunandi lausnir því engin ein hentar öllum. Tengja þyrfti þá sem leiða vilja þessar breytingar, og hafa í huga að þær munu taka langan tíma.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is