Blái skjöldurinn kynntur

Þann 6. júní 2013 var haldin málsstofa um Bláa skjöldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Blái skjöldurinn er alþjóðlegt samstarf um vernd menningarverðmæta sem eru í hættu vegna átaka eða náttúruhanfara.

Dr. Guðrún Pétursdóttir var meðal fyrirlesara og sagði hún frá rannsókninni Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum, en sú aðferð sem þar er beitt gæti nýst í starfi Bláa skjaldarins.

Alþjóðleg nefnd um bláa skjöldinn / The International
Committee of the Blue Shield (ICBS) vinnur að vernd menningarverðmæta
sem eru í hættu vegna átaka eða náttúruhamfara. Markmiðið er m.a. að
sameina krafta og þekkingu ýmissa fagaðila frá söfnum, sveitafélögum og
Almannavörnum til að tryggja bestu viðbrögð þegar vá ber að höndum.

 

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að stofnun bláa skjaldarins á Íslandi og hafa ýmsir aðilar komið að þeirri vinnu, meðal annars Íslandsdeild ICOM.

 

Sérstakur gestur á málstofunni var Leif Pareli, fulltrúi ICOM í landsnefnd Bláa skjaldarins
í Noregi. Leif tók þátt í að stofna landsnefnd Bláa skjaldarins í Noregi
árið 2000 og miðlaði af reynslu Norðmanna í þessu efni.

Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður býður gesti velkomna.

Ólöf K. Sigurðadóttir formaður Íslandsdeildar ICOM

Hrafn Sveinbjarnarson héraðsskjalavörður á Héraðsskjalasafni Kópavogs: Hvers vegna Blái skjöldurinn?

Nathalie Jacqueminet, fagstjóri Forvörslu á Þjóðminjasafni Íslands og Dagný Heiðdal, deildastjóri Listaverkadeildar á Listasafni Íslands: Öryggismál safna og náttúruhamfarir.

Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða: Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum.

Leif Pareli, fulltrúi ICOM í Blue Shield landsnefnd í Noregi: Blue Shield in Norway (á ensku)

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is