Eldgos og heilsa - boðsfyrirlestur hjá NAF - samtökum norrænna ofnæmislækna

Þann 23.maí 2013 hélt Guðrún Pétursdóttir opnunarfyrirlestur  á ráðstefnu NAF, samtaka norrænna ofnæmislækna.  Fyrirlestrinn fjallaði um áhrif eldgosa á heilsu manna,  frá Skaftáreldum til gossins í Eyjafjallajökli 2010. Á undanförnum árum hefur batnað mjög aðgangur að upplýsingum um heilsu og dauðsföll manna á tímum Skaftárelda og er ljóst að þeir höfðu gríðarleg áhrif á meginlandi Evrópu, Bretlandi, og allt til Asíu.  Í ljósi þekktra áhrifa loftmengunar á dánartíðni og miðað við núverandi fólksfjölda í Evrópu hefur verið áætlað að  Skaftáreldar í dag yrðu um 150 þúsund evrópubúum að bana.

Einnig var farið yfir niðurstöður rannsókna á áhrifum eldgossins í Eyjafjallaajökli á líðan íbúa undir Eyjafjölllum, og aðrar rannsóknir á heilsufarsáhrifum gossins til lengri og skemmri tíma.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is