Börn og hamfarir, fyrirlestur 21. mars 2013 kl 12 í stofu 101, Odda.

Þann 11. mars voru tvö ár liðin frá hinum miklu hamförum í Japan, þar sem tæplega 20 þúsund manns fórust. Til að minnast þessa bauð Stofnun Sæmundar fróða til fyrirlestrar Herdísar Sigurjónsdóttur MSc:

Börn og hamfarir – hvað getum við lært af Japan?

Herdís er í samstarfi við Iwate háskóla í Japan og  hefur farið þangað tvisvar eftir hamfarirnar til að kynna sér afleiðingar þeirra. Herdís starfar nú að þessum málaflokki hjá VSÓ ráðgjöf jafnframt doktorsnámi við Háskóla Íslands.

Fyrirlesturinn var haldinn fimmtudaginn 21. mars 2013 kl 12 – 13 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands.

Fundarstjóri Dr. Guðrún Pétursdóttir

Viðtal við Herdísi um fyrirlesturinn má finna á http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/03/24/bornin_foru_upp_i_fjollin/

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is