Opinn fundur um frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga 18. febrúar 2013.

Fullt var út úr dyrum á fundi Landverndar og Stofnunar Sæmundar fróða í Norræna húsinu mánudagskvöldið 18. febrúar, þar sem rætt var frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga. Markmiðið með fundinum var að kynna helstu breytingar sem nýju lögin munu fela í sér og gefa mönnum kost á að skiptast á skoðunum um hvað sé til bóta og hvað megi betur fara.


Framsöguerindi:

Forsendur breytinga á lögum um náttúruvernd:
Aagot V. Óskarsdóttir, lögfræðingur og ritstjóri hvítbókar um löggjöf til verndar náttúru Íslands.

Frumvarp til laga um náttúruvernd, helstu atriði og breytingar frá fyrri lögum:
Mörður Árnason, alþingismaður.

Athugasemdir áhugahóps um ferðafrelsi:
Elín Björg Ragnarsdóttir, lögfræðingur.

Athugasemdir Útivistar:
Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar

Athugasemdir Landverndar:
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar


Reynir Tómas Geirsson kom einnig á framfæri athugasemdum frá Kayakklúbbnum.

Fjörugar umræður sköpuðust milli fundargesta og frummælenda í pallborði.

Fundarstjóri var Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands

Hér má nálgast erindi Skúla Skúlasonar

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is