24. febrúar 2012. Evrópa: Samræður við fræðimenn

Fundur um loftslagsmál og Evrópusambandið, í samvinnu við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands

Föstudaginn 24. febrúar 2012, kl 12-13 í Lögbergi stofu 101.

Dr. Navaraj Ghaleigh, lektor við lagadeild Edinborgarháskóla fjallar um það sem hann kallar annan loftslagspakka ESB. Hinn opinberi loftslags- og orkupakki ESB  hefur verið lofsunginn bæði af þeim sem sömdu hann og fræðimönnum , en Dr. Ghaleigh mun velta upp atriðum sem vandræðum kunna að valda.

Var tiltrú ESB á markaðsstjórn gróðurhúsalofttegunda illa ígrunduð? Sýnir reynsla ESB að þessar væntingar standast ekki?

Fundurinn er öllum opinn, en fer fram á ensku.

Fundarstjóri  er Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is