Rannsóknastofa í umhverfis- og auðlindarétti og Stofnun Sæmundar fróða bjóða til málþings um þróun lagaumhverfis vindorku í Danmörku.
Málþingið fer fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins, föstudag 2. mars 2012 kl. 9 -11.
Frummælandi verður dr. Helle Tegner Anker, lagaprófessor við Stofnun um matvæla- og auðlindahagfræði við Lífvísindadeild Kaupmannahafnarháskóla. Helle Tegner Anker er víðkunn fyrir rannsóknir á sviði umhverfis- og náttúruauðlindaréttar og er einn ritstjóra hins viðamikla rits Legal Systems and Wind Energy Law. A Comparative Perspective, sem Kluwer Law International gaf út árið 2008.
Málþingið fer fram á ensku.
Fundarstjóri verður dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor Lagadeild Háskóla Íslands