Samræmdur gagnagrunnur um dýpi í lögsögu Íslands

Markmið verkefnisins var að kanna fýsileika þess að safna í samræmdan gagnagrunn fáanlegum upplýsingum um dýpi áhafsvæðum í íslenskri lögsögu. Ýmsir aðilar, innlendir og erlendir, hafa safnað dýpisupplýsingum um þetta svæði. Sumir beinlínis vegna sjókortagerðar eða rannsókna á hafdýpi, aðrir hafa mælt dýpi meðfram öðrum rannsóknum, án þess að ætlunin væri að gefa út sjókort, t.d. við rannsóknir á fiskigengd, vegna hafréttarlegra krafna, vegna lagningar sæstrengja, o.s.frv. Þá eru ótaldar þær upplýsingar sem skipstjórar hafa safnað við veiðar, en með batnandi dýptarmælum og staðsetningartækni verða slíkar upplýsingar æ nákvæmari og áreiðanlegri.

Til þessa hafa sjófarendur eingöngu getað stuðst við útgefin sjókort og dýptarupplýsingar sem þeir sjálfir hafa safnað eða fengið hjá öðrum. Þetta er í fyrsta sinn sem tilraun er gerð til að safna saman og samkeyra dýpisupplýsingar frámörgum ólíkum aðilum. Slíkum gagnagrunni væri ekki ætlað að vera vísindalegt tæki, heldur fremur hagnýt stoðfyrir sjófarendur.

Hann ætti að geta komiðaðgóðum notum, einkum á svæðum þar sem upplýsingar að baki sjókortum eru gisnar. Rafræn skráning og framsetning auðveldar endurnýjun grunnsins. Með því að færa inn nýjar mælingar eftir því sem þær berast, gæti slíkur grunnur orðið lifandi brunnur upplýsinga sem færu sífellt batnandi eftir því sem tækninni fer fram.

Verklag fólst íþvíaðfá aðgang að sem mestum dýpisupplýsingum frá ólíkum aðilum, setja þær á samræmt tölvutækt form og smíða utan um þær venslagrunn sem leyfði fyrirspurnir af ýmsu tagi, samkeyra síðan upplýsingarnar til aðkanna innbyrðis samræmi og hreinsa að lokum burt augljósar villur. Einnig voru færðar í grunninn tiltækar upplýsingar um flök og aðrar festur á hafsbotni, sem skaðað geta veiðarfæri.
 
Samstarf: Verkefnið var unnið í samvinnu Radíómiðunar hf, Sjómælingasviðs Landhelgisgæslu Íslands og Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Íslands,

Fjármögnun: styrkir úr Umhverfis- og Upplýsingaáætlun Rannsóknaráðs Íslands árin 2001 og 2002.

Verkhópur:
Hlynur Stefánsson og fleri sérfræðingar hjá Aðgerðagreiningu hf.  (AGR) unnu að verkefninu.
Kristján Gíslason forstjóri Radíómiðunar h.f.,
Árni Þór Vésteinsson, Sjómælingasviði Landhelgisgæslu Íslands

Verkefnisstjóri:Guðrún Pétursdóttir.

Kynningar:
Guðrún Pétursdóttir
Samræmdur gagnagrunnur um landgrunn Íslands, 1-23.
Sjávarútvegsstofnun H.Í.Reykjavík 2003
Fjölmargar lokaðar kynningar voru haldnar fyrir hagsmunaaðila, en verkefnið einnig kynnt opinberlega
Samræmdur gagnagrunnur um dýpi ílögsögu Íslands
Árni Þór Vésteinsson og Guðrún Pétursdóttir
Ráðstefna LISU samtakanna um
Upplýsingagrunnar um hafsvæði umhverfis Ísland
Reykjavík 29.október 2003
 
Árni Þór Vésteinsson (Meistararitgerð í landfræði)
Verkefni: Dýptarmælingar á landgrunni Íslands og staðall IHO
Verkfræði- og raunvísindadeild H.Í. 2005

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is