Rekjanleiki matvæla

Samstarf um Hagnýtingu Evrópuverkefna vegna REkjanleika Matvæla - SHEREM 2

Verkefnið SHEREM 2 fór fram á vegum Nýherja í samvinnu við Háskólann í Reykjavík, Samherja, SÍF og Háskóla Íslands.

Viðskiptaáætlunin miðast við að útbreiðsla ytri rekjanleikalausna verði fyrir tilstuðlan krafna um arðsemi. Viðgerð viðskiptamódelsins voru niðurstöður Evrópuverkefna á sviði ytri rekjanleika matvæla nýttar og tekið mið af fyrirséðum breytingum í viðskiptaumhverfinu sem m.a. má rekja til aukinna opinberra krafna um rekjanleika.

Frumgerð rekjanleikalausnarinnar mun byggja á nýrri tæknilegri nálgun þar sem stöðluð og opin skeyti frá hverjum og einum aðila í virðiskeðjunni eru samþætt og nýtt þannig að úr verði ein heild. Lausnin mun jafnframt tryggja að ytri rekjanleikakeðjan haldist óbrotin þrátt fyrir að mögulega skorti á þátttöku allra aðila ívirðiskeðjunni.

Niðurstaðan er frumgerð vefkerfis sem safnar saman framleiðslugögnum vegna matvælaframleiðslu frá mismunandi fyrirtækjum og veitir yfirsýn yfir virðiskeðju matvörunnar og tryggir þar með altækan rekjanleika.

Verkefnið gekk í stórum dráttum eftir miðað við það sem lagt var af stað með í upphafi. Ýmsir hlutar kerfisins reyndust þó viðameiri íútfærslu en ráðgert var, sem hafði áhrif á endanlega niðurstöðu. Íljósi þess að hönnun og útfærsla koma vel til móts við nýja hugmyndafræði vegna altæks rekjanleika matvæla, þá er stefnt að frekari útfærslu verkefnisins.

Þátttakendur:
Nýherji hf.,
Háskólinn í Reykjavík,
Samherji hf., SÍF
Háskóli Íslands
Fjármögnun: Verkefnið var stutt af Tækniþróunarsjóði að hámarki 50% af útlögðum kostnaði, alls 4.700 þúsund krónur
Verkefnissjtóri: Viktor Jens Vigfússon,

Afrakstur verkefnisins er frumgerð vefkerfis auk hönnunarskýrslu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is