Vinnsluspá þorskafla

Hlutfall þorskafurða sem hafa farið í vinnslu frosinna og ferskra flaka er um 45 prósent af heildarafla í lögsögu Íslands. Aukin þekking og skilningur áeiginleikum hráefnis sem tengja má við verðgildi vörunnar eru því afar mikilvæg.

Verkefnið felur í sér rannsóknar og þróunarvinnu sem hefur það langtímamarkmið að auka arðsemi þorskvinnslu. Markmiðinu verður náð með því að rannsaka og þróa aðferðir til þess að meta vinnslugæði. Niðurstöðurnar verða einnig notaðar til að styrkja vinnslustjórnun og til að auðvelda ákvörðunartöku um að velja þau veiðisvæði sem gefa besta fiskinn til vinnslu á hverjum tíma.

Í verkefninu var safnað upplýsingum um helstu þætti sem hafa áhrif á gæði og vinnslunýtingu þorskafla. Mælingarnar voru gerðar í samvinnu viðútgerðarfyrirtæki í meira en eitt ár, fyrst og fremst á á þorski sem veiðist úti fyrir Vestfjörðum og Austurlandi. Þannig var safnað upplýsingum um hvort vinnslueiginleikar og gæði eru mismunandi á þessum tveimur veiðislóðum frá einum árstíma til annars og hvaða eiginleikar fisks henti best til vinnslu.

Markmiðið með þróunarvinnu verkefnisins var í fyrsta lagi að þróa gagnagrunn til að halda utan um þau gögn sem safnast í rannsóknarhluta verkefnisins. Eftir að tölfræðilegri úrvinnslu gagnanna lauk var þróuð frumgerð að hugbúnaði sem auðveldar yfirvöldum, skipstjórnendum og framleiðslustjórum sjávarútvegsfyrirtækja að taka ákvarðanir um hvert skuli haldið til veiða og hvernig það hráefni sem aflast verði best nýtt út frá eiginleikum þorsksins.

Ætlunin er að nota rafrænar afladagbækur sem nýlega hafa verið þróaðar til að auðvelda söfnun upplýsinga um þær breytur sem skipt geta máli varðandi veiðarnar, s.s. veiðistaði, tíma, toglengd, umhverfisaðstæður o.s.frv.

Samstarfsaðilar: Verkefnið var unnið í samvinnu Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, Háskóla Íslands og ýmissa útgerðarfyrirtækja.
Verkhópur: Sveinn Margeirsson verkfræðingur vann að verkefninu í doktorsnámi sínu

Fjármögnun: Verkefnið var stutt af Rannís og AVS.
Verkefnisstjóri: Sigurjón Arason á Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Kynning: Doktorsritgerð Sveins Margeirssonar: Processing for castoff cod: decision making in the cod industry based on recording and analysis of value chaindata. Matís og verkfræðideild H.Í. 2007

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is