Coast Adapt - The Sea as Our Neighbour
CoastAdapt er fjölþjóðlegt rannsóknarverkefni á vegum Northern Periphery Programme, sem fjallar um það hvernig smá samfélög við strendur Norður Atlantshafs aðlagast breytingum sem verða vegna hnattrænnar hlýnunar.
Sveitarfélögin Árborg og Mýrdalshreppur taka þátt í verkefninu fyrir Íslands hönd, en Stofnun Sæmundar fróða stýrir verkinu. Auk þeirra taka þátt sveitarfélög og rannsóknarstofnanir á Írlandi, í Skotlandi og norður Noregi.
Kannaðar eru þær ógnir sem steðja að hverju þessara samfélaga, hvaða augum íbúar og stjórnvöld líta þær og hvernig menn eru í stakk búnir til að mæta þeim.
Í tengslum við vinnufundi verkefnisins á hverjum stað, eru fundir opnir almenningi. Opin skoðanaskipti milli almennra íbúa og sérfræðinga varpa ljósi á ýmis viðfangsefni sem þarf að sinna, og er áhersla lögð á að menn deili bæði reynslu og úrræðum við hinum margvíslegu vandamálum sem umhverfisbreytingar hafa í för með sér.
Framlag Íslendinga er margþætt, miðlað er af reynslu Sunnlendinga af margvíslegum ógnum af völdum náttúrunnar, jarðskjálftum, eldgosum, árflóðum og ágangi sjávar - og af reynslu Almannavarna ríkisins, sem farsællega hafa leitt viðbrögð við náttúruhamförum á þessu svæði.
Verkhópur á Íslandi:
Ásgeir Magnússon sveitarstjóri í Vík
Ásdís Jónsdóttir mannfræðingur
Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Árborgar
Guðrún Pétursdótttir SSF
Katrín Georgsdóttir umhverfisfræðingur
Verkefnisstjóri:
Guðrún Pétursdóttir
Kynningar (á vegum íslenska verkhópsins):
David Muir og Guðrún Pétursdóttir
CoastAdapt
NPP-Conference - City Hall, Reykjavík Nov 9-10 2009
Guðrún Pétursdóttir
Changes and opportunities in Iceland with changing climate
Coast Adapt Project Steering Committee Meeting March 24-26 2010
Guðrún Pétursdóttir, Sólveig Þorvaldsdóttir, Ásthildur Elfa Bernharðsdóttir og Herdís Sigurjónsdóttir
Long-term recovery after natural disasters; SAFE Community Conference, Reykjavík 19-20 May 2010
Guðrún Pétursdóttir & Ásdís Jónsdóttir
CoastAdapt - the Sea as our Neighbour
NONAM ráðstefna - Grand Hotel Reykjavík 26-27 sept 2010
Guðrún Pétursdóttir
Long term recovery after natural hazards
Coast Adapt ráðstefna Vík í Mýrdal 33.ágúst - 2. Sept. 2010