Sjálfbærnivísar fyrir jarðhitaiðnaðinn

Sjálfbær þróun verður ekki nema auðlindir séu nýttar með sjálfbærum hætti. Hvort nýting jarðhita er sjálfbær eða ekki fer eftir því hvernig staðið er að nýtingunni, hægt er að ganga svo á auðlindina að hún eyðist upp.

Setja verður upp kerfi til að mæla og meta ástand auðlindarinnar á hverjum stað fyrir sig. Í verkefninu er þróuð matsaðferð fyrir nýtingu jarðhita, á ensku kölluð Geothermal Sustainability Assessment Protocol (GSAP), með aðferðum sem mælt er með af International Institute of Sustainable Development (IISD). 

Matsaðferðinni er beitt á Kröfluvirkjun í samvinnu við Landsvirkjun Power og Orkustofnun.

Ætlunin er að aðferðin geti gagnast þeim sem taka þurfa ákvarðanir um nýtingu jarðhita, hvort sem er virkjun nýrra svæða eða mat á ástandi svæða sem þegar eru virkjuð.

Ruth Shortall hefur unnið að rannsókninni og lauk hún meistaranámi í umhverfis- og auðlindafræðum á árinu 2010.
Samstarfsaðilar: Orkustofnun og sjálfbærnihópur Rammaáætlunar.

Fjármögnun: Verkefnið er styrkt af Rannís, Orkustofnun og Landsvirkjun.

Verkefnisstjóri:
 Brynhildur Davíðsdóttir.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is