Rafakstur

Rafakstur - eða Raf-Renni-Reið  og er þverfræðilegt samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Orkuseturs og Orkustofnunar.  Gerð verður grein fyrir mögulegri þróun rafsamgangna á Íslandi næstu tvo áratugina með tilliti til mismunandi tækniþróunar og metin hagræn og umhverfisleg áhrif  mismunandi leiða til rafvæðingar bílaflotans. Sérstök áhersla er lögð á að meta flutnings- og dreifigetu raforkukerfisins í þessu sambandi.  

Þar sem taka þarf tillit til margra þátta samtímis þegar rannsaka á mögulega þróun rafsamgangna og mikilsvert að gera grein fyrir því hvernig þættirnir spila saman, verður þróað fjölþátta líkan sem byggir á hugmyndafræði  “system dynamics” og nær yfir sem flesta áhrifaþætti sem máli geta skipt í þessu sambandi.  Líkaninu er ætlað að vera hjálpartæki fyrir þá sem þurfa að taka ákvarðanir í þessum efnum, s.s. stjórnmálamenn og aðra stjórnendur.

Markmiðið er að með þessu fjölþátta líkani verði hægt að skoða mismunandi þróun hinna ýmsu inntaksþátta yfir næstu 1-2 áratugi og áhrif þeirra hvers á annan, þ.e. stilla upp mörgum  sviðsmyndum (scenarios) t.d. hvað varðandi tegundir rafbíla og innleiðingu þeirra hér, og reikna út í hverju tilviki afleiðingar hvað snertir álag/kröfur á raforkukerfi og aðra innviði, hver áhrifin á  umhverfið geta orðið, t.d. varðandi útstreymi gróðurhúsalofttegunda og svifryk, og  hagræn áhrif einstakra þátta (s.s. tolla/gjalda) og heildarbreytinganna fyrir ýmsa aðila, frá einstaklingum til þjóðarheildar.  

René Biasone MSc, landfræðingur,  vinnur að rannsókninni

Fjármögnun: Verkefnið er styrkt af Orkusjóði og Umhverfis-  og Orkusjóði OR.

Verkhópur:

Dr. Brynhildur Davíðsdóttir
Dr. Guðrún Pétursdóttir
Dr. Páll Jensson

Verkefnisstjóri Páll Jensson prófessor

Kynningar:
René Biasone, Brynhildur Davíðsdóttir, Guðrún Pétursdóttir og Páll Jensson,Rafakstur: Kvik kerfislíkön af innleiðingu rafbílaí íslenska bílaflotann.  Umhverfisþing Orkuveitu Reykjavíkur 14. maí 2009

Páll Jensson, Rafakstur, Kynning á fundi Orkuveitu Reykjavíkur 30. apríl 2009

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is