Strengir

Hröð aukning raforkuframleiðslu Íslendinga kallar á aukið umfang dreifineta, sem ýmist geta notað háspennulínur eða jarðstrengi. Að mörgu er að hyggja þegar ákvarðanir eru teknar um dreifinet og miðar þetta verkefni að því að varpa ljósi á afmarkaða þætti í því sambandi. Í fyrstu er athygli beint að tveimur þáttum, annars vegar því hvernig umhverfismat fyrir dreifinet er unnið og hvernig bæta megi þá verkferla, og hins vegar áhrif sjónmengunar af völdum háspennulína - sjá umfjöllun um verkefnin hér á eftir.

Verkefnið er unnið í samvinnu SSf , Landsnets h.f. og Orkuveitu Reykjavíkur.
Fjármögnun: Landsnet h.f., Umhverfissjóður Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóli Íslands

Verkhópur:

  • Birgir Jónsson, Dósent í Umhverfis- og byggingarverkfræði HÍ.
  • Brynhildur Davíðsdóttir, Dósent í Umhverfis- og auðlindafræði HÍ.
  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson sérfræðingur við SSf
  • Sigurður Jóhannesson, Sérfræðingur við Hagfræðistofnun HÍ.
  • Sigurður S. Snorrason, PhD. Dósent á Líffræðistofnun HÍ.

Verkefnisstjóri:
Guðrún Pétursdóttir framkvæmdastjóri  SSf

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is