Umhverfi, öryggi og heilsa

 

 

Heilsa og öryggi manna og dýra eru nátengd því umhverfi sem þau búa við.

Hvers kyns mengun umhverfis getur skaðað heilsu, náttúrulegar starfsaðstæður geta verið hættulegar, og náttúran sjálf getur verið ógnandi. Íslendingar búa við óblíða náttúru, bæði í veðurfari og vegna náttúruhamfara sem eru tíðar eins og við er að búast í svo ungu landi.

Stofnun Sæmundar fróða hefur stundað margvíslegar rannsóknir á áhrifum umhverfis á heilsu og öryggi.

·         Eldgos og flugumferð

·         Loftgæði og heilsa

·         Náttúruhamfarir og heilsa

·         Veitur og heilsa

·         Öryggi á sjó

 

Eldgos og flugumferð

Verkefnið fjallar um bætt viðbrögð við truflunum á flugumferð vegna ösku í lofti.

Unnið í samvinnu við flugumferðarstjórnir, flugfélög, vöktunaraðila og aðra hagaðila í Evrópu.

Verkefnið hefur verið styrkt af FP7 og NORDRESS.

Guðmundur Freyr Úlfarsson og Guðrún Pétursdóttir stýra.

Uta Reichardt hefur unnið að verkefninu, en það var doktorsverkefni hennar, sem hún varði í maí 2018.

Kynningar:

Reichardt, U., G. F. Ulfarsson and G. Petursdottir, 2017. Cooperation between Science and Aviation Sector Service Providers in Europe for the Risk Management of Volcanic Ash. Transportation Research Record: Journal of the Transportation Research Board,, No. 2626, pp. 99-105.

Reichardt, U., G. F. Ulfarsson and G. Pétursdóttir, 2018. Developing scenarios to explore impacts and weaknesses in aviation response exercises for volcanic ash eruptions. The 97th Annual Meeting of the Transportation Research Board. Compendium of Papers. Transportation Research Board, National Research Council, Washington, District of Columbia, U.S.A., 16 p.

Reichardt, U., G. F. Ulfarsson, and G. Pétursdóttir, 2017. Cooperation between science and aviation sector service providers in Europe for the risk management of volcanic ash. The 96th Annual Meeting of the Transportation Research Board, Compendium of Papers, Transportation Research Board, National Research Council, Washington, District of Columbia, U.S.A., 15 p.

Reichardt, U., G. F. Ulfarsson, and G. Pétursdóttir, 2017. Policy recommendations for enhanced resilience of aviation due to extreme volcanic ash eruptions. The 96th Annual Meeting of the Transportation Research Board, Compendium of Papers, Transportation Research Board, National Research Council, Washington, District of Columbia, U.S.A., 17 p.

Reichardt, U., G. F. Ulfarsson, og Guðrún Pétursdóttir, 2016: Air industry response to volcanic eruptions. In: Aerts, J., and Mysiak, J. (Eds.), Novel Multi-Sector Partnerships in Disaster Risk Management, ENHANCE Project, Brussels,

 

Loftgæði og heilsa:

Nordic WelfAir

Stofnun Sæmundar fróða tekur þátt í norræna öndvegissetrinu NordicWelfair, sem fjallar um tengsl loftmenguna, heilsu og velferðarþjónustu á Norðurlöndum. https://projects.au.dk/nordicwelfair/

Prófessor Þröstur Þorsteinsson stýrir verkþætti Sæmundar fróða, en með honum vinna að því þær Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir doktorsnemi og  Dr. Anna Karlsdóttir sérfræðingur hjá NordRegio. 

 

Stýrihópur um loftgæði og lýðheilsu – óbreytt

 

Mengun innandyra

Rannsóknir sýna að í vestrænum heimi verja menn sífellt meiri tíma innandyra eða sem nemur um 80-90% sólarhringsins. Því er ástæða til að huga að loftgæðum og mengunarvöldum innandyra. Enn skortir mælingar á loftgæðum innandyra á Íslandi og þekkingu á sambandi loftgæða utandyra og innan.
 
Í þessu verkefni voru könnuð loftgæði í grunnskólum í Reykjavík og hugað að sambandi loftmengunar innan- og utandyra. Greindar voru orskakir mismunandi loftgæða og niðurstöðurnar nýttar til ráðgjafar um hvernig bæta má innivist í reykvískum grunnskólum.

Vanda Helsing vann þessa rannsókn sem lokaverkefni í  Umhverfis- og auðlindafræði og lauk prófi 2009.

Ritgerð hennar má nálgast á slóðinni https://skemman.is/handle/1946/3304

Samstarfsaðilar: Háskóli Íslands, Umhverfissvið Reykjavíkurborgar

Fjármögnun: Háskóli Íslands, Nýsköpunarsjóður, Umhverfissvið Reykjavíkurborgar, Orkuveita Reykjavíkur

Verkhópur:

Guðrún Pétursdóttir

Rósa Magnúsdóttir, Umhverfissviði Reykjavíkurborgar

Vanda Helsing, meistaranemi í Umhverfis- og auðlindafræðum HÍ.

Verkefnisstjóri:
Brynhildur Davíðsdóttir, forstöðumaður námsbrautar í Umhverfis- og auðlindafræðum HÍ.

 

Loftmengun í Reykjavík og notkun lyfja við hjartaöng

Sýnt hefur verið fram á að breytingar í styrkleika loftmengunarefna hafa áhrif á heilsufar hjartasjúklinga. Loftgæði á Íslandi eru almennt talin góð en við ákveðnar aðstæður getur styrkleiki loftmengunar farið yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík. Markmið þessarar rannsóknar var að rannsaka hvort samband er milli loftmengunarefnanna NO2, O3, PM10 og H2S og afgreiðslu á hjartalyfjum sem gefin eru við hjartaöng í Reykjavík.

Gögn um daglegan fjölda afgreiddra lyfja í lyfjaflokki C01DA var fenginn úr lyfjagagnagrunni Landlæknisembættisins. Gögn um magn níturdíoxíðs (NO2), ósóns (O3), svifryks (PM10) og brennisteinsvetnis (H2S) voru fengin frá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar og Umhverfisstofnun. Tilfella-víxlunar rannsóknarsnið (e. case- crossover design) var notað og rannsóknartímabilið var frá 1. janúar 2005 til 31. desember 2009.

Jákvætt samband reyndist vera milli loftmengunar og fjölda afgreiðslna á lyfjum í ATC flokki C01DA. Fyrir hverja 10 µg/m3 hækkun á styrkleika NO2 í lofti jókst afgreiðsla lyfja í undirflokknum C01DA02 (glýserýlnitrat; nitróglýserín) um 11,6% sama daginn. Samsvarandi varð 9% aukning á afgreiddum lyfjum fyrir hverja 10 µg/m3 hækkun á styrkleika O3. Það var 7,1% og 7,2% aukning í afgreiðslum lyfja fyrir hverja 10 µg/m3 hækkun í styrkleika NO2 og O3 miðað við mengun daginn fyrir afgreiðslu.

Ályktun: Þar sem þetta er fyrsta rannsóknin, hér á landi og erlendis, sem metur samband milli loftmengunar og fjölda afgreiðslna á hjartalyfjum verður að álykta með varúð. Engu að síður benda niðurstöðurnar til að aukning í loftmengun auki fjölda afgreiðslna á lyfjum við hjartaöng og að þetta gæti verið unnt að nota sem ábendingu um heilsufarsáhrif af loftmengun.

Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir vann rannsóknina sem lokaverkefni til meistaraprófs í Umhverfis- og auðlindafræðum og lauk námi haustið 2010.

Rigerð hennar má nálgast á slóðinni https://skemman.is/handle/1946/6358

Leiðbeinandi:  Vilhjálmur Rafnsson

 

Loftmengun og notkun lyfja gegn teppusjúkdómum í öndunarvegi.

Loftgæði í og umhverfis Reykjavík eru yfirleitt góð en brennisteinsmengun (H2S) frá jarðhitavirkjunum og svifryk (PM) eru áhyggjuefni. Skammtímaáhrif brennisteinsvetni á heilsu eru nær óþekkt en sýnt hefur verið fram á að svifryk veldur versnun á einkennum öndunarfærasjúkdóma. Þetta er fyrsta rannsóknin á sambandi loftmengunar og öndunarfæraheilsu í Reykjavík og nágrenni.

Úr lyfjagagnagrunni Landlæknisembættisins var fundið hve margir, 18 ára og eldri, leystu dag hvern út lyf gegn teppusjúkdómi í öndunarvegi (ATC-lyfjaflokkur R03A). Umhverfissvið Reykjavíkurborgar lagði tili gögn um magn svifryks (PM10), níturoxíðs (NO2), ósons (O3), brennisteinsvetnis (H2S) og veðurskilyrði. Rannsóknartímabilið var frá 22. febrúar 2006 til 30. september 2008.

Poisson aðhvarfsgreining var notuð til að greina samband daglegs mengunarmagns og fjölda einstaklinga sem leystu út lyf gegn teppusjúkdómi í öndunarvegi (R03) sem og fjölda þeirra sem leystu út adrenvirk innúðunarlyf gegn teppusjúkdómum í öndunarvegi (R03A). Meðaltal sólarhringsmælinga og meðaltal hæsta klukktímagildis var reiknað fyrir þriggja daga tímabil og notað sem tæri, með 0-14 daga seinkun (lag).

Leiðrétt var fyrir áhrifum veðurs, tímaþætti, flensutímabilum og vikudögum. Jákvætt samband reyndist á milli loftmengunar og daglegs fjölda einstaklinga sem leysti út lyf með þriggja daga seinkun. Sambandið var tölfræðilega marktækt fyrir lag 3-5 fyrir þriggja daga meðaltal H2S og PM10.

Áhrifin voru svipuð fyrir þriggja daga meðaltal hæsta klukkutímagildis en þá reyndust NO2 and O3 einnig hafa marktæk aukin áhrif á lyfjanotkun. Aukin loftmengun á höfuðborgarsvæði Íslands virðist hafa væg en tölfræðilega marktæk áhrif á lyfjanotkun borgarbúa við teppusjúkdómi í öndunarvegi, ekki síst þegar litið er til hæstu mengunargilda. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að H2S auki einkenni öndunarfærasjúkdóma jafnvel þegar aukin mengun varir aðeins í skamman tíma.

Hanne Krage Carlsen vann rannsóknina sem lokaverkefni til meistaraprófs í lýðheilsuvísindum og lauk námi í ársbyrjun 2010.

Ritgerð hennar má nálgast á slóðinni https://skemman.is/handle/1946/5999

Leiðbeinendur:
Þórarinn Gíslason Ph.D., M.D.,
Birgir Hrafnkelsson Ph.D.,
Helga Zoëga M.A.

 

Náttúruhamfarir og heilsa

Á  síðustu öld urðu 65 sinnum náttúruhamfarir á Íslandi, sem ollu eignatjóni og/eða urðu mönnum að aldurtila. Meira en 90 manns týndu lífi, og eru þá ekki taldir þeir sem urðu úti eða fórust á sjó.

Þótt eldgos væru langtíðust, fórust 9 af hverjum tíu í snjóflóðum.
Almannavarnir hér á landi eru vel skipulagðar og skilvirkar og eru fyrstu viðbrögð við leit og björgun með því besta sem gerist.

Hins vegar er það aðeins á síðustu árum sem athygli hefur verið beint að langtímaáhrifum náttúruhamfara, og að því hvernig best verður staðið að endurreisn samfélaga eftir stóráföll.

SSf hefur staðið að rannsóknum á þessu sviði, ekki síst með öndvegissetrinu NORDRESS, sem skoðar viðnámsþrótt við náttúruhamförum frá mörgum sjónarhornum, en einnig var gerð viðamikil rannsókn á langtímaviðbrögðum við náttúruhamförum, og einkum að þætti sveitarstjórna í því ferli, sem skilaði leiðbeiningum að aðgerðir í kjölfar stóráfalla. Loks hafa verið gerðar margvíslegar rannsóknir á áhrifum eldgosa á heilsu.

·         NORDRESS Krækja á síðuna 

·         Eldgos og heilsa  - óbreytt  nema bæta þessum greinum við:  Gissurardóttir ÓS, Hlodversdóttir H, Thordardóttir EB, Pétursdóttir G, Hauksdóttir A. (2018). Mental health effects following the eruption in Eyjafjallajökull volcano in Iceland – A population-based study. Scand J Public Health. 2018. Published online January 9, 2018. https://doi.org/10.1177/1403494817751327

·         Thordardóttir EB, Gudmundsdóttir B, Pétursdóttir G, Valdimarsdóttir UA, Hauksdóttir A. (2018). Psychosocial Support After Natural Disasters in Iceland- Implementation and Utilization. Int J of Disaster Risk Reduction. 27: 642-648.

·         Hlodversdóttir H, Thorsteinsdóttir H, Thordardóttir EB, Pétursdóttir G, Hauksdóttir A. (2018). Long-term health of children following the Eyjafjallajökull volcanic eruption – A prospective cohort study. Eur J Psychotraumatol. Published online: 05 Mar 2018. https://doi.org/10.1080/20008198.2018.1442601

·          

·         Langtímaviðbrögð við náttúruvá  óbreytt

·         Hlutverk sveitarstjórna eftir hamfarir  óbreytt nema segja að ritgerð Herdísar megi nálgast á slóðinni:  https://skemman.is/handle/1946/7413

·         Byggjum öruggara samfélag

 

Verkefnið Byggjum öruggara samfélag er tvíþætt og lýtur annars vegar að viðbragðsáætlunargerð sveitarfélaga og hins vegar að því að virkja almenning sjálfan í því að auka öryggi. Báðir hlutar lúta að því að varna og draga úr tjóni af völdum náttúruhamfara.

Þátttakendur í verkefninu eru Samband íslenskra sveitarfélaga, Sveitarfélagið Ölfus, Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Rauði kross Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg, auk VSÓ Ráðgjafar.

Auk þess var leitað eftir samstarfi við m.a. almannavarnanefndir, sveitarfélög og tryggingarfélög.

Viðlagatrygging Íslands styrkti verkefnið

Verkefnisstjóri Herdís Sigurjónsdóttir MSc.

 

Veitur og heilsa

Vatnaskil. Áhrif vatns- og fráveitu á heilsufar Reykvíkinga 1890-1940

Þessi rannsókn fjallar um mikilvægi vatns- og fráveitu fyrir heilsu Reykvíkinga.

Rakið er upphaf vatns- og fráveitu í Reykjavík og gerð grein fyrir hugmyndum lækna um tengsl vatnsskorts og óþrifnaðar við heilsufar og hvaða væntingar þeir höfðu til Vatnsveitu Reykjavíkur um aldamótin 1900. Meginþungi rannsóknarinnar er á að meta hver áhrif, fyrst og fremst, Vatnsveitu Reykjavíkur, en einnig fráveitu voru á heilsufar fólks.

Jafnframt er dregin upp mynd af heilsufari fyrir daga vatnsveitunnar. Að auki er fjallað um útbreiðslu hreinlætistækja, almenningsfræðslu og viðhorfsbreytingar í garð þrifnaðar á fyrri hluta 20. aldar.

Verkið var unnið í samvinnu SSf og Sagnfræðideildar H.Í.

Fjármögnun: Orku- og umhverfissjóður OR styrkti verkefnið.
Anna Dröfn Ágústsdóttir vann rannsóknina sem lokaverkefni til meistaraprófs í sagnfæði, sem hún lauk 2011.

Leiðbeinendur:
Dr. Guðmundur Jónsson prófessor
Dr. Ólöf Garðarsdóttir, dósent
Verkefnisstjóri:  Dr. Guðrún Pétursdóttir

Kynningar:
Anna Dröfn Ágústsdóttir, Guðmundur Jónsson, Ólöf Garðarsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Heilsuveitur - Skammtímaáhrif vatns -og fráveitu á heilsufar í Reykjavík. Ráðstefna Umhverfis- og orkurannsóknasjóðs Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjavík  14.maí 2010

Anna Dröfn Ágústsdóttir
Útvarpsþáttur um um upphaf vatns- og fráveitu í Reykjavík. Megináhersla er á útbreiðslu vatnssalerna. Í kjölfar vatns- og fráveitu batnaði þrifnaður í Reykjavík til muna. Viðmælendur í þættinum eru Ragnheiður Jónsdóttir og Hannes Arngrímsson.
Fólk og fræði RUV 7. mars 2011

Meistararitgerð Önnu Drafnar Ágústsdóttur, Vatnaskil. Áhrif vatns- og fráveitu á heilsufar Reykvíkinga 1890-1940, Hugvísindasvið Háskóla Íslands, 2010. https://skemman.is/handle/1946/6967

 

ÖRYGGI Á SJÓ

Slys til sjós

Eitt brýnasta verkefnið til að bæta forvarnir slysa hvort sem er á sjó, landi eða í lofti,  er að þekkja hvar og við hvaða aðstæður slys verða. Banaslys eru og hafa verið vel skráð og rannsökuð, en ekki  er til jafn gott yfirlit yfir önnur slys til sjós.  Stofnun Sæmundar fróða (og áður Sjávarútvegsstofnun H.Í) hefur unnið að rannsóknum slysa á sjómönnum í samvinnu við  Rannsóknarnefnd sjóslysa, Siglingastofnun Íslands, Bráðamóttöku LSH og síðast en ekki síst Hilmar Snorrason skipstjóra og skólastjóra Slysavarnarskóla sjómanna.  Upplýsinga hefur einnig verið leita til Sjúkratrygginga Íslands (áður Tryggingastofnun ríkisins), tryggingarfélaga, heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa o.fl.

Kynningar :
Fjöldi kynninga fyrir hagsmunaaðila, en einnig

Fatal accidents in the Icelandic fishing fleet 1980- 2005
Guðrún Pétursdóttir og Tryggvi Hjörvar, International  Maritime Health,58:47- 58,Gdynia, 2007

Towards a National Maritime Accident and Injury Database
Hjörvar  T, Mogensen B, Petursdottir G, Sigvaldson K, Snorrason H.
4th Conference on International Fisheries Industry Safety and Health , Reykjavik May 10-14 2009

ICEMAID

Icelandic Marine Accident and Injury Database

Guðrún Pétursdóttir og Tryggvi Hjörvar

Hjúkrun – öryggi-gæði – forvarnir. 

29.-30. Sept.2011 Akureyri, 

 

ICEMAID

Icelandic Marine Accident and Injury Database

Guðrún Pétursdóttir og Tryggvi Hjörvar

Þjóðarspegillinn – rannsóknir á Félagsvísindasviði

Háskóla Íslands, 28.október 2011

 

ICEMAID Icelandic Marine Accident and Injury DatabaseGuðrún Pétursdóttir og Tryggvi HjörvarHjúkrun – öryggi-gæði – forvarnir. 29.-30. Sept.2011 Akureyri, 

ICEMAID Icelandic Marine Accident and Injury DatabaseGuðrún Pétursdóttir og Tryggvi HjörvarÞjóðarspegillinn – rannsóknir á FélagsvísindasviðiHáskóla Íslands, 28.október 2011

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íslendingar búa við óblíða náttúru, bæði í veðurfari og vegna náttúruhamfara sem eru tíðar eins og við er að búast í svo ungu landi. Fiskveiðar hafa verið undirstaða efnahagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar og menn hafa sótt sjóinn hart við erfiðar aðstæður. Það hefur kostað mörg mannslíf og önnur slys hafa verið tíð. Rannsóknir sýna að fiskveiðar eru ein hættulegasta starfsgrein sem til er. Í samræmi við þetta hefur Stofnun Sæmundar fróða einkum rannsakað áhrif umhverfis á heilsu á þessum sviðum, en athygli hefur einnig verið beint að áhrifum náttúruhamfara á heilsu og líðan, og samspili umhverfismengunar og heilsu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is