Meistaranám í sjávarútvegsfræðum (boðið 1994-2006)

Við HÍ var boðið meistaranám í sjávarútvegsfræðum frá 1994 til 2006, en þá
var námsleiðinni breytt í þverfaglegt meistaranám í umhverfis- og
auðlindafræðum
(sjá www.hi.is/page/umaud).

.
Meistaranámið í sjávarútvegsfræðum er því ekki lengur í boði. Til
upplýsingar fyrir þá sem vilja fræðast um skipulagningu þess á sínum tíma, er
vísað í námslýsingu hér að neðan.

 

Námslýsing

Meistaranám í Sjávarútvegsfræðum

Meistaranám í
sjávarútvegsfræðum var þverfaglegt, rannsóknartengt 60 e framhaldsnám sem miðað
var við að tæki 2 ár. Nemendur skyldu hafa lokið BS, BA eða tilsvarandi
háskólagráðu. Til að ljúka meistaranámi í sjávarútvegsfræðum þurftu nemendur að
hafa lokið 150 e háskólanámi.

Tilgangur með náminu var að veita vandaða,
þverfaglega, hagnýta og fræðilega menntun til starfa á hinum ýmsu sviðum
sjávarútvegs og í stoðgreinum hans. Einnig var miðað við að námið veitti
fullnægjandi undirbúning undir frekara háskólanám.

Gert var ráð fyrir að
nemendur hefðu aflað sér hagnýtrar reynslu af störfum í sjávarútvegi og tengdum
greinum, áður en til útskriftar kæmi, samkvæmt nánari útfærslu stjórnar
námsins.

Námið fór fram á vegum þeirra deilda sem kusu að eiga aðild að
því og veittu þær viðkomandi meistaragráðu. Voru það félagsvísindadeild,
raunvísindadeild, verkfræðideild, lagadeild og viðskipta- og hagfræðideild.
Sumar þeirra gerðu kröfur um að nemendur frá öðrum deildum lykju ákveðnum
undirbúningsnámskeiðum til að geta útskrifast frá
deildinni.

Sjávarútvegsstofnun H.Í. hafði umsjón með náminu. Stjórn
meistaranáms í sjávarútvegsfræðum tók afstöðu til umsóknanna og sendi þær síðan
áfram til viðkomandi deildar sem veitti endanlegt samþykki.

Skipulag
meistaranáms í sjávarútvegsfræðum

Námið samanstóð af 25 eininga
kjarna og annað hvort 30 eininga eða 15 eininga meistaraprófsritgerð að
viðbættum valnámskeiðum til að fylla upp í 60 einingar í heild.
Í kjarna var
miðað við að nemendur öfluðu sér þekkingar á ákveðnum sviðum en ekki var
fastsett hvaða námskeið þeir þurftu að taka, stæðu fleiri en eitt námskeið til
boða. Nemandi setti saman námskrá sína í samráði við leiðbeinanda og/eða
meistaranámsnefnd.


Námsefni í kjarna skyldu vera á eftirtöldum sviðum
Fagsvið Lágm. Númer ein. Valið stóð um eftirtalin námskeið
Fiskifræði 4e 09.51.40 4 Fiskavistfræði
SSþ SSþ með viðbót * (sjá neðanmáls)
Fiskeldi 1e 09.54.59 1 Fiskeldi
SSþ SSþ með viðbót *
Fiskihagfræði 3e 04.53.13 3 Fiskihagfræði I
SSþ SSþ með viðbót *
Stjórnun og rekstur 3e 04.43.01 3 Stjórnun II
04.07.02 3 Skipulagsheildir, stjórnun og stefnumótun
08.22.32 3 Gæðastjórnun
Markaðsfræði
og útflutningur 3e 04.43.04 3 Markaðsfræði II
04.07.06 3 Markaðsfræði I (á meistarastigi)
04.07.23 3 Alþjóðamarkaðssetning
Fiskveiðar, fiskvinnsla, 3e 09.81.45 3 Matvælavinnsla 1
vinnsla matvæla
Lögfræði 2e 03.15.05 3 International Environmental Law I
03.15.09 3 EU/EEA Fisheries Rules and Policies
Félagsfræði 3e 10.04.29 4 Sjávarútvegur í ljósi félagsfræði og mannfræði, Ath. ekki kennt
2004-2005
Málstofa 3e 09.55.60 3 Málstofa í sjávarútvegsfræðum
Alls 25e
*Mögulegt
var að taka námskeið við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna
þar sem farið var yfir þetta efni en til
viðbótar þurfti að taka ritgerð eða verkefni.
Sjá kjarnanámskeið þeirra
(www.hafro.is/unuftp)

09.54.50 Málstofa í sjávarútvegsfræðum
Umsjón:
Sjávarútvegsstofnun Háskóla Íslands
Kennarar: Dr. Alda Möller og Dr. Sveinn
Agnarsson. Málstofu í sjávarútvegi er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni
umræðu ásamt því að vinna verkefni og kynna þau. Í Málstofu er fjallað um
sjávarútveg bæði á Íslandi og alþjóðlega, gerð hans og þróun. Nemendur kynna sér
ítarlega ákveðna þætti í íslenskum og erlendum sjávarútvegi og kynna fyrir
samnemendum. Málstofa felst að hluta til í fyrirlestrum kennara og einnig í
umræðum og fyrirlestrum nemenda.
Mætingaskylda er í málstofu og einkunn í
samræmi við þátttöku í umræðum og frammistöðu við kynningu
verkefna.

Nemendur

Upplýsingar um nemendur
og starfsemi Njarðar, félags meistaranema í sjávarútvegsfræðum má nálgast á
heimasíðu þeirra með því að smella hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is