Nýr verkefnisstjóri við Stofnun Sæmundar fróða

Hafdís Hanna Ægisdóttir hóf störf sem verkefnisstjóri við Stofnun Sæmundar fróða 1. september síðastliðinn.  

Hún er líffræðingur (BS, MS) frá Háskóla Íslands og lauk doktorsprófi í plöntuvistfræði frá Háskólanum í Basel í Sviss árið 2007. Hún starfaði sem forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2009 -2020, og hefur einnig unnið við ráðgjöf fyrir utanríkisráðuneytið á sviði sjálfbærni, endurheimtar vistkerfa og alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Hún er reglulegur pistlahöfundur um umhverfismál í þættinum Samfélagið á Rás 1 og hefur auk þess haldið fjölmörg erindi víða um heim, m.a. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og hjá TEDx Reykjavík. Á árunum 2018-2019 var Hafdís Hanna fyrsta íslenska konan til að taka þátt í alþjóðlegu leiðtoganámi fyrir konur í vísindum, Homeward Bound. Hún hefur setið í ýmsum nefndum frjálsra félagasamtaka og nefnda á vegum hins opinbera, t.a.m.  í stýrihópi sem ætlað er það hlutverk að undirbúa nýja stefnumótun og framkvæmdaráætlun fyrir líffræðilega fjölbreytni hér á landi.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is