Norrænar loftslagslausnir: Green to Scale Málþing í Norræna húsinu, 18. jan. 2017 kl. 15:00-17:00

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýr umhverfis- og auðlindaráðherra Björt Ólafsdóttir setur málþing um norrænar lausnir í loftslagsmálum. Þar verður fjallað um Green to Scale verkefnið, sem greinir hvernig 15 árangursríkar norrænar loftlagslausnir gætu dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu.

 

Dagskrá

 

Setning

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra

 

Opnunarávarp

Vanda Hellsing, formaður vinnuhóps Norrænu ráðherranefndarinnar um loftslagsmál (KoL):

Norrænar lausnir við hnattrænum áskorunum – hvernig getur norrænt samstarf stutt við grænan hagvöxt og metnaðarfull loftslagsmarkmið?

 

Lykilfyrirlestrar

Oras Tynkkynen, ráðgjafi og verkefnisstjóri hjá SITRA (Nýsköpunarsjóði Finnlands):

Rannsóknarniðurstöður Green to Scale

Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands:

Íslenskar loftslagslausnir

 

Örerindi

Hrönn Hrafnsdóttir, verkefnisstjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar:

Kolefnishlutlaus Reykjavík 2040

 

Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, fjármála- og rekstrarstjóri Carbon Recycling International:

CRI: Umbreyting koldíoxíðútblásturs í endurnýjanlegt eldsneyti

 

Sigurður Reynir Gíslason, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans og stjórnarformaður CarbFix

Koltvíoxíð bundið í bergi

 

Pallborðsumræður með þátttöku fyrirlesara

 

Fundarstjóri verður Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands.

 

Málþingið fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands og upplýsingaskrifstofuna Norðurlönd í fókus.

 

Málþing um Green to Scale verður einnig haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri fimmtudaginn 19. janúar nk kl. 15:00-17:00. Sjá dagskrá á www.mak.is.

 

Norræna Green to Scale verkefnið var kynnt á Loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Marrakech (COP22), sjá umfjöllun á íslensku hér.

 

 

***

 

Nánari upplýsingar um Green to Scale verkefnið veitir:

Prófessor Brynhildur Davíðsdóttir // bdavids@hi.is, sími: 525-5233

 

Nánari upplýsingar um málþingið veitir:

Kristín Ingvarsdóttir // kristini@nordichouse.is, sími: 551-7032

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is