Dr. Jane Goodall á Íslandi

Einstakt tækifæri til að hlýða á eina þekktustu vísindakonu heims í Háskólabíó, miðvikudaginn 15. júní.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Dr. Jane Goodall, ein merkasta og ástsælasta vísindakona heims sækir okkur Íslendinga heim nú í sumar. Hún hefur helgað líf sitt náttúru- og dýravernd en þekktust er hún fyrir rannsóknir sínar á simpönsum. Hún setti á fót Stofnun Jane Goodall (The Jane Goodall Institute) sem hefur það að markmiði að veita fólki innblástur og hvatningu til virkrar þátttöku í verndun og velferð dýra, sem og verndun jarðarinnar allrar. 

 
Dr. Jane Goodall er einnig friðarfulltrúi Sameinuðu þjóðanna og heldur fyrirlestra um allan heim þar sem hún leggur höfuðáherslu á umhverfisvernd. Hún er stofnandi Roots & Shoots hreyfingarinnar sem nær til þúsunda ungmenna í yfir 100 löndum og eflir þau og virkjar til að leggja sitt af mörkum við náttúru- og dýravernd.

Frú Vigdís Finnbogadóttir ávarpar gesti í upphafi fundar.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir

 Facebooksíðu heimsóknarinnar er að finna hér: www.facebook.com/JGIceland/

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is